Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 81
VESTUR-ÍSLENZK LJÓÐSKÁLD
63
sem örnefnin eru fléttuð saman á
snjallan og hrífandi hátt.
Þá eru hinar fögru náttúrulýsingar,
eins og “Vor” og “Spörfuglinn”. Til-
finningarík og kvenleg móðurkvæði
hennar, svo sem “Gestur í vöggu” og
“Vögguljóð”, eru þrungin móðurást og
móðurgleði, en “Hugsað á heimleið”
ber því fagurt vitni, hve heimilið er
henni lijartfólgið.
Ekki kemur það þá á óvart, að ljóð
hennar helguð börnum eru með sér-
stökum ágætum, bæði að tilfinninga-
næmleik og skáldlegri fegurð, en þeim
er safnað í einn stað í bók hennar Sá
eg svani (Reykjavík, 1942).
Þjóðleg að blæ og efni eru barna-
ljóðin einnig, og á það ekki síður við
um ýms kvæðin í eldri bókinni, sem
eru nokkurs konar forsöngur að síðasta
kvæðaflokknum, kvæðunum úr heim-
ferðinni, þrungin ljúfum minningum
þaðan. Eru kvæði þessi sérstaklega að-
laðandi vegna tilfinningahlýju þeirra
og ljóðmýktar. 1 “Harpan” túlkar
skáldkonan skuld sína við fortíðina,
hina gömlu íslenzku bókmenntarfleifð,
þó að. skáldgáfa hennar hafi einnig
nærst og þroskast við aðrar lindir.
Göfug lífsskoðun hennar og bjartsýni
svipmerkja einnig kvæði hennar sem
vænta mátti.
Hin mörgu ágætu og fögru frumort
hvæði Jakóbínu eru þó aðeins ein hlið-
in á ritstörfum hennar. Hún hefir
einnig snúið á ensku fjölda af íslenzk-
um úrvalsljóðum, og eru þær þýð-
ingar löngum gerðar af fágætum næm-
leik og sambærilegri formsnilld. Hafa
þær komið út í ýmsum amerískum
bókmenntaritum, og allmargar þeirra
eru einnig í þýðingasöfnunum Ice-
hindic Lyrics (Reykjavík, 1930) og Ice-
landic Poems and Stories (New York,
1943), er Richard Beck gaf út. Hinar
ensku þýðingar hennar af leikritunum
Lénharður fógeti, eftir Einar H. Kvar-
an, Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigur-
jónsson, og Nýársnóttin eftir Indriða
Einarsson, eru einnig prýðisvel af
hendi leystar. Með þýðingum sínum á
ensku hefir Jakobína Jjví fært út land-
nám íslenzkra bókmennta eins og hún
hefir að hinu leytinu auðgað þær með
frumortum kvæðum sínum, er bregða
upp mörgum myndum og minnisstæð-
um úr svipmiklu umhverfi hennar á
Kyrrahafsströndinni.
18. Sveinn E. Björnsson læknir var
fæddur á Lýtingsstöðum í Vopnafirði
13. okt. 1885 og er að mestu austfirzkr-
ar ættar. Hann kom til Canada 18 ára
að aldri, stundaði nám á Wesley Col-
lege í Winnipeg, las síðan læknisfræði
á Manitoba-háskóla og útskrifaðist
[raðan 1916; hefir verið héraðslæknir á
ýmsum stöðum í Manitoba, lengstum
í Árborg (1919-45), og tekið rnikinn
Jjátt í íslenzkum félagsmálum, einkum
kirkju- og þjóðræknismálum. Hann er
einnig kunnur taflmaður.
Kvæðasafn hans, Á heiðarbrún, kom
út í Winnipeg 1945. Þar er að finna
margt fallegra og ljóðrænna kvæða og
sumra ágætra bæði urn hugsun og mál-
far.
Islandskvæðin, og önnur ættjarðar-
Ijóð, skipa þar heiðurssessinn, og það
er engin tilviljun, því að höfundurinn
er íslendingur inn í hjartarætur, eins
og hann hefir sýnt í verki. Og víðar er
ást hans á landi og Jojóð heitur undir-
stramur Ijóða hans, svo samgróinn er
hann móðurmoldinni. Hann er einnig
góður og trúr sonur síns nýja fóstur-
lands, eins og fram kemur í hlýyrtum
Canadakvæðum hans. íslenzku land-