Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 99
NOKKUR VESTUR-ISLENSK TÓNSKÁLD
81
9. Ólafur Hallsson er fæddur í Vest-
dal í Seyðisfirði eystra, 1. október
1885. Foreldrar hans voru Hallur
ólafsson, Hallssonar frá Efri Hömrum
í Holtum í Rangárvallasýslu og kona
hans Guðrún Kristjana Björnsdóttir
Þorleifssonar kaupmanns á Bíldudal.
Ólafur fluttist með foreldrum sínum
vestur sumar-
ið 1903, en
h v a r f aftur
heim til Is-
lands 1907 og
vann í næstu
þrjú ár við
verslun Thom-
sens í Reykja-
vík. Árið 1908
kvæntist hann
G u ð r ú n u
Björnsdóttur Ivarssonar bónda á Vaði
í Skriðdal. Sumarið 1910 fluttu þau
vestur, og þá urn haustið setti hann á
stofn verslun í Eiríksdale í Manitoba
og hefir rekið hana þar æ síðan. Þau
hjón hafa eignast 4 börn, sem öll eru
á lífi.
ólafur er að eðlisfari mjög söng-
hneigður maður, en mun hafa að mestu
leyti farið á mis við mentun í þá átt
á æskuárum. Hann ann líka, eins og
svo margir eldri íslendingar, lyriskum
ljóðum, sem svo á síðari árum hafa
runnið saman í huga hans við lög af
eigin uppruna. Hann dregur engin
dul á það, að hann hafi ekki raddsett
lög sín sjálfur. Enda hefir hann fengið
til þess lærða tónfræðinga liér vestra
og heima á föðurlandinu. Síðastliðið
sumar heimsótti hann Island eftir
fjörutíu ára fjarveru, og varð, eins og
hann sjálfur komst að orði, “fyrir mik-
illi hrifningu”. Lét hann þá ekki aðeins
i'addsetja sum lög sín, heldur fékk
hann og ungan söngmann til að syngja
sex þeirra á hljómplötur. Láta þau öll
vel í eyrum. — Hér fer á eftir listi yfir
lög Ólafs:
1. Mig hryggir svo margt — Þorst.
Erlingsson.
Útsett fyrir karlakór og sóló með
undirspili.
2. Anda á mig andi guðs —
Þýtt. Gísli Jónsson.
Helgisöngur fyrir kór, með sóló og
dúet.
3. Heyannir — Jónas Kr. Jónasson
Sóló með píanó og fjórraddað.
4. It matters not — Það gildir ei
—Þýð. Helgi Valtýsson
5. Nótt — Páll S. Pálsson
6. Veit þá engi að eyjan hvíta — Jónas
Hallgrímsson.
7. Nótt — Dr. Sv. E. Björnsson.
8. Islenskt vor — Sv. E. Björnsson.
9. Haust — Sv. E. Björnsson.
10. Að Lögbergi 1950 — Inn á milli Is-
lands fjalla — Sv. E. Björnsson.
Lögin 4—10 eru öll fyrir einsöng
með píanó undirleik.
10. Thordur J. W. Swinburne er
fæddur í Edinborg á Skotlandi 2. apríl
1891. Foreldrar hans vor tónskáldið
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, síðar próf-
essor, og kona hans Eleanor, fædd
Christie, skotsk að uppruna, sem nú
stendur á áttræðu og á lieima hjá
börnurh sínum í Calgary, Alberta.
Thordur útskrifaðist í læknisfræði
frá háskólanum í Edinborg með besta
vitnisburði 1914, var síðan tvö ár í
styrjöldinni 1914—1918 en var leystur
úr herþjónustu, þegar heilsan brotnaði
í öngþveiti stríðsins. Hann fluttist með
fólki sínu til Canada árið 1919 og
stundaði lækningar um nokkur ár til
og frá í Vesturlandinu.