Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 137
ÞINGTÍÐINDI
119
væri gott að fá greinargerð frá þeim hvað
þeir hugsa um málið, um ráðstafanir, sem
þegar hafa verið gerðar og um hugmyndir sem
hinir ýmsu fulltrúar kunna að hafa um mál-
ið.
Eitt mál, sem komið hefir fram á dagskrá
þingsins á hverju ári nokkur undanfarin ár,
verður ekki tekið upp þetta ár, því það mál
er nú útkljáð. Það er námsstyrkssjóður Agnes-
ar Sigurðson. Hún er nú búin að miklu leyti
að fullkomna sig og ná því takmarki, sem til
var ætlast, og er ekki lengur nemandi, sem
leitar styrks. Hún er orðin framúrskarandi
góður píanisti, og hefir hlotið ágæta dóma í
New York og víðar. Oss er heiður og sómi af
að hafa þekt hæfileika hennar og að hafa
styrkt hana til framhaldsnáms og hjálpað
henni til að ná því stigi í píanóspili, sem hún
nú er á. Nú er það mál hvað henni viðvíkur
útkljáð. En þar sem að þetta félag er menn-
ingarstofnun og hefir áður styrkt listafólk,
væri það ekki úr vegi, að athuga möguleika
til að veita öðrum ungum hæfileika piltum
eða stúlkum styrk til framhaldsnáms, þeim,
sem þess þurfa, til að fullkomna sig. Það er
fátt sem gæti verið Islendingum meira til heið-
urs og sóma en að geta styrkt ungt hæfileika-
fólk á einhverju listasviði, og hjálpað þeim til
að fullkomna sig, eða að minsta kosti kvatt
það til þess.
Annað mál, sem verður að öllum líkindum
ekki mikið nteira en drepið á, á þessu þingi.
er sögumálið, nema ef það væri aðeins til að
fa skýringar frá formanni eða skrifara þeirrar
nefndar, um gang málsins. Á síðasta þingi bar
ritari sögunefndar fram skýrslu um samning
milli nefndarinnar og mentamálaráðs á fs-
landi. Hann útskýrði það, að mentamálaráðið
hefði farið fram á að maður yrði fenginn hér
tii að halda verkinu áfram. Milligöngumaður
mentamálaráðsins fékk próf. Tryggva Oleson
til að taka það verk að sér og er hann nú að
draga saman fjórða hefti sögunnar. Þar stend-
ur málið, að því er eg bezt veit. En ef að
möguleikar eru á, og ef að nefndin hefir ein-
hverja skýrslu til að bera fram, þá fær þing-
ið hana til afgreiðslu áður en því lýkur.
Svo eru tvö mál, sem liggja fyrir og sem til-
kynt hafa verið stjórnarnefndinni á löglegan
hátt. Annað þessara mála er um breytingu á
þingtímanum, sem borið var fram fyrir þing
fyrir einu ári. Nefnd verður sett í það mál
ef nauðsyn þvkir og tillaga borin fram. Hitt
málið er í sambandi við ársgjald meðlima.
Skriflegur fyrirvari um það mál var borinn
fram á fundi stjórnarnefndar s.l. nóvember-
mánuð, þ.e.a.s. með fullum þriggja mánaða
fyrirvara eins og lög félagsins krefjast. Það er
skoðun framsögumanns, að ársgjaldið sé altof
lítið og ætti að vera ekki minna en tveir doll-
arar á ári. En nefnd verður einnig sett í það
mál og það rætt og afgreitt seinna á þinginu.
En nú vil eg fara örfáum orðum um önnur
mál, sem unnið hefir verið að á árinu, sum
með góðum árangri, og sum sem betur hefði
et til vill getað ræzt úr. En hvað sem á vantar
að fullkomlega hafi verið gengið frá öllum
málum félagsins í hjáverkum frá öðrum störf-
um. Nefndarmennirnir allir hafa mörgu öðru
að sinna, og mér finst það stundum undra-
vert, hve mikið er í raun og veru hægt að
lcysa af hendi. En það er aðallega vegna hjálp-
ar og aðstoðar inargra góðra manna, sem eru
oft ósparir á tíma og kröftum til þess að mál
vor fái framgang.
Eg hefi í huga hér meðal annars, er eg
minnist á útgáfumál, útgáfu Tímaritsins, og
ósérhlífni ritstjórans, hr. Gísla Jónssonar í því
máli. Tímarit Þjóðræknisfélagsins jafnast á
við hin beztu ársrit af líku tagi, sem gefin eru
út, bæði að efni og frágangi. Það er með
sómu ágætum nú og það hefir ávalt verið á
þessum þrjátíu árum, sem það hefir komið út.
og vér eigum ritstjóra vorum miklar þakkir
skildar fyrir ágætlega og samvizkusamlega
unnið verk. Eg vona að félagið fái að njóta
hans um margra ára skeið enn. Og svo fyrir
auglýsingasöfnun í ritið, á Mrs. P. S. Pálsson
sérstakar þakkir, því án hennar og án auglýs-
inganna væri það kostnaðarins vegna, oss ó-
mögulegt að gefa ritið út. Ársgjald félaga
hrykki aldrei til þess. Þess vegna hefir því
verið haldið fram, að hækka ætti ársgjald fé-
laga, því það er ógjörningur að hugsa sér að
íslendingar vilji halda félagi sínu við og starf-
rækja það af ölmusugjöfum frá auglýsendum.
En það mál verður nánar rætt síðar.
Orð fá ekki lýst í hve mikilli þakkarskuld
vér erum við kennara íslenzku skólanna, hvort
sem er hér í Wpg., eða út um bygðir, þar sem
slíkir skólar eru. Það er mikið og ábyrgðarfult
starf, og þeim tekst að vinna það aðeins, sem
hafa huga og sál við það. Eg hefi ekki full-
komnar upplýsingar um starfið út um bygðir.