Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 61
VESTUR-ÍSLENZK LJÓÐSKÁLD
43
reyndust trú hinu bezta í sjálfum sér.
Og svo högum höndum fór hann sögu-
legu viðfangsefnin, að samtíðin spegl-
ast í þeim. Hann stóð öðrum fæti í lið-
inni tíð, en hinum í samtímanum, í
fullu samræmi við áminningu sína:
“vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu.”
En þó að hann ynni ættjörð sinni
hugástum og væri bókmennta arfleifð
hennar eins samgróinn og raun bar
vitni, stóð hann föstum rótum í jarð-
vegi kjörlands síns, Canada, og hyllti
það sonarlega og fagurlega í kvæðum
eins og “Minni Alberta”, og öðrum
svipmiklum ljóðurn og frumlegum.
En hann lét eigi þar staðar numið.
Hann lifði lífi sínu við móður.brjóst
moldarinnar og var gæddur djúp-
skyggni, næmu eyra og hvassri sjón;
orti hann því margt náttúrukvæða, þar
sem saman fara mikil litbrigði í lýs-
'ingum og hugsanaauðlegð. Hér sem
annarsstaðar nýtur fjörugt og frjótt
ímyndunarafl hans sín ágætlega, sér-
staklega í myndauðgum og heillandi
iýsingum hans af Alberta í breyttum
búningi árstíðanna. Næsta nágrenni
sínu hefir liann lýst í kvæðum eins og
“Sveitin mín” og “Sumarkvöld í Al-
berta”, og himingnæfum Klettafjöllun-
um í fjarlægð, í allri hrikafegurð þeirra,
lýsir hann með andríki og fágætri mynd-
auðgi. Enda farast dr. Watson Kirkcon-
uell þannig orð, að sambærilegar lýs-
ingar á Vestur-Canada sé eigi að finna í
kvæðum neins annars canadisks skálds,
á hvaða máli sem sé.
Hæfileiki Stephans til þess að lýsa
því, sem fyrir augun bar, og túlka við-
fangsefni sín nýtur sín hvergi betur en
í kvæðaflokkinum Á ferð og flugi, en
þar bregður hann upp ógleymanlegum
myndum af sléttuhafinu og frum-
byggjalífinu, sem hann sjálfur hafði
verið hluthafi í svo ríkulega; fléttaðar
inn í glöggar og raunsannar lýsingarnar
eru eftirminnilegar samlíkingar úr
norrænni goðafræði.
Mannúðarandi Stephans og samúð
finna sér einnig framrás á áhrifamik-
inn hátt í kvæðaflokki þessum og sam-
einast í einum brennidepli í Ijóðlínun-
um alkunnu: “Til framandi landa eg
bróðurhug ber”. Var það því eðlilegt
um svo tilfinninganæman og heillund-
aðan mann, að hann fyndi sig tengdan
nánum böndum samferðamönnunum á
lífsins leið, ekki síst gömlurn vinum og
nágrönnum; hvarf þeirra úr hó,pnum
snerti næman streng í brjósti hans og
liann kvaddi marga þeirra í svipmikl-
um erfiljóðum, svo sem “Helga-erfi”,
um vin hans Helga Stefánsson, bróður
Jóns skálds Stefánssonar (Þorgils gjall-
andi). Manndómshugsjón skáldsins er
hér færð í kröftugan ljóðabúning, og
sannleikurinn er sá, að kvæðið er jafn-
framt sönn og ágæt lýsing á skáldinu
sjálfu. Sérstaklega merkilegt er kvæði
lians um André Courmont, fræðimann-
inn franska, sem Island hafði orðið
annað föðurland og öðlast hafði fágæt-
an skilning á fornbókmenntum þess.
Slíkur maður var Stephani að vonum
ágætlega að skapi, og gegndi sama máli
um Willard Fiske, hinn mikla Islands-
vin og velgerðarmann þess, sem skáldið
hyllti örlátlega í öðru ágætiskvæði.
Stephani var öll yfirborðs-viðkvæmni
hvimleið, en hlýja hans til vina hans og
annarra, sem hann dáði, leynir sér ekki
í erfiljóðum hans eða öðrum kvæðum
um þá. Frábærlega hjartnæmt er kvæði
hans um Gest son hans, er dó um aldur
fram, og kvæðið fagra um “Kurly” litlu.