Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 88
70
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ISLENDINGA
gefið hafa út bundið mál í bókarformi
eða birt kvæði og vísur í blöðunum;
það væri þess virði að gera í heild
sinni, þó ekki væri nema fróðleiksins
vegna, en á heima á öðrum vettvangi
en þessum. Og hvað, sem annars má
um hana segja, ber þessi mikla fram-
leiðsla í ljóðagerð vitni djúpstæðri
bókmenntahneigð Islendinga vestan
hafs, þó að kjör alls þorra þeirra hafi
löngum verið óhæg til andlegrar iðju.
22. Sumir þeir Islendingar, sem
vestur fluttust á bernskuskeiði, eða
fæddir eru þeim megin hafsins, hafa
einnig, eins og vænta mátti, iðkað ljóða-
gerð á enska tungu. Christopher John-
ston (d. í Chicago 1927) birti fjölda af
Ijóðrænum kvæðum og fallegum í can-
adiskum og amerískum blöðum, og
sneri einnig mörgum íslenzkum kvæð-
um á ensku. Skáldkonan Laura Good-
man Salverson (f. í Winnipeg 1890)
varð þó fyrst til þess af löndum sínum
vestan hafs að gefa út safn frumortra
kvæða á ensku. Wayside Gleams (Tor-
onto, 1925), Ijóðræn vel og með bók-
menntabrag að öðru leyti. Helen Swin-
burne (f. 1892), dóttir Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar tónskálds, er um
langt skeið hefir verið búsett í Alberta,
hefir birt í canadiskum blöðum og
öðrum ritum fjölda af ljóðrænum og
vel ortum kvæðum. Albert L. Halldórs-
son, ungur maður í Winnipeg, gaf
einnig út nýlega nokkurt safn ljóða og
íhuguna í samfelldu máli, Wings of
the Wind (Winnipeg, 1948), er ber
vitni talsverðu hugararflugi, og valdi
á máli og Ijóðformi, ekki síst sumar
náttúrulýsingarnar. Og enn aðra mætti
nefna, sem ort hafa athyglisverð kvæði
á ensku. Er þess að vænta að rödd
hinnar yngri kynslóðar af íslenzkum
stofni vestan hafs verði, er stundir líða,
hljómdýpri og sterkari en ennþá er
orðið, verðugur arftaki hinnar alda-
gömlu íslenzku bókmenntaarfleifðar.
Auk þeirra Jakobínu Johnson og
Christopher Johnston hafa ýmsir aðrir
Islendingar vestan hafs unnið þarft
verk með }dví að snúa á ensku íslenzk-
um ljóðum; afkastamestir og athyglis-
verðastir eru: Guðmundur J. Gíslason
læknir (1877-1934), séra Rúnólfur
Féldsted (1879-1921), Vilhjálmur Stef-
ánsson landkönnuður (f. 1879), Páll
Bjarnason (f. 1888) og Prófessor Skúli
Johnson (f. 1888). Allir hafa þeir einn-
ig ort á ensku, og Páll einnig ort og
snúið enskum og amerískum kvæðum
á íslenzku.
Með sama hætti og vestur-íslenzk
skáld hafa auðgað íslenzkar bókmennt-
ir að nýjum yrkisefnum og með þýð-
ingum erlendra ljóða á íslenzku, hafa
ofannefndir þýðendur í þeirra hópi,
með þýðingum sínum af íslenzkum
kvæðum á ensku, stækkað landareign
íslenzkra bókmennta með því að gera
úrval úr þeim aðgengilegt enskum les-
endum. 1 báðar áttir hafa vestur-ís-
lenzk skáld á þann hátt verið-flytjend-
ur bókmennta- og menningarverðmæta,
brúarsmiðir milli Norður- og Vestur-
álfu.