Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 88

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 88
70 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ISLENDINGA gefið hafa út bundið mál í bókarformi eða birt kvæði og vísur í blöðunum; það væri þess virði að gera í heild sinni, þó ekki væri nema fróðleiksins vegna, en á heima á öðrum vettvangi en þessum. Og hvað, sem annars má um hana segja, ber þessi mikla fram- leiðsla í ljóðagerð vitni djúpstæðri bókmenntahneigð Islendinga vestan hafs, þó að kjör alls þorra þeirra hafi löngum verið óhæg til andlegrar iðju. 22. Sumir þeir Islendingar, sem vestur fluttust á bernskuskeiði, eða fæddir eru þeim megin hafsins, hafa einnig, eins og vænta mátti, iðkað ljóða- gerð á enska tungu. Christopher John- ston (d. í Chicago 1927) birti fjölda af Ijóðrænum kvæðum og fallegum í can- adiskum og amerískum blöðum, og sneri einnig mörgum íslenzkum kvæð- um á ensku. Skáldkonan Laura Good- man Salverson (f. í Winnipeg 1890) varð þó fyrst til þess af löndum sínum vestan hafs að gefa út safn frumortra kvæða á ensku. Wayside Gleams (Tor- onto, 1925), Ijóðræn vel og með bók- menntabrag að öðru leyti. Helen Swin- burne (f. 1892), dóttir Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds, er um langt skeið hefir verið búsett í Alberta, hefir birt í canadiskum blöðum og öðrum ritum fjölda af ljóðrænum og vel ortum kvæðum. Albert L. Halldórs- son, ungur maður í Winnipeg, gaf einnig út nýlega nokkurt safn ljóða og íhuguna í samfelldu máli, Wings of the Wind (Winnipeg, 1948), er ber vitni talsverðu hugararflugi, og valdi á máli og Ijóðformi, ekki síst sumar náttúrulýsingarnar. Og enn aðra mætti nefna, sem ort hafa athyglisverð kvæði á ensku. Er þess að vænta að rödd hinnar yngri kynslóðar af íslenzkum stofni vestan hafs verði, er stundir líða, hljómdýpri og sterkari en ennþá er orðið, verðugur arftaki hinnar alda- gömlu íslenzku bókmenntaarfleifðar. Auk þeirra Jakobínu Johnson og Christopher Johnston hafa ýmsir aðrir Islendingar vestan hafs unnið þarft verk með }dví að snúa á ensku íslenzk- um ljóðum; afkastamestir og athyglis- verðastir eru: Guðmundur J. Gíslason læknir (1877-1934), séra Rúnólfur Féldsted (1879-1921), Vilhjálmur Stef- ánsson landkönnuður (f. 1879), Páll Bjarnason (f. 1888) og Prófessor Skúli Johnson (f. 1888). Allir hafa þeir einn- ig ort á ensku, og Páll einnig ort og snúið enskum og amerískum kvæðum á íslenzku. Með sama hætti og vestur-íslenzk skáld hafa auðgað íslenzkar bókmennt- ir að nýjum yrkisefnum og með þýð- ingum erlendra ljóða á íslenzku, hafa ofannefndir þýðendur í þeirra hópi, með þýðingum sínum af íslenzkum kvæðum á ensku, stækkað landareign íslenzkra bókmennta með því að gera úrval úr þeim aðgengilegt enskum les- endum. 1 báðar áttir hafa vestur-ís- lenzk skáld á þann hátt verið-flytjend- ur bókmennta- og menningarverðmæta, brúarsmiðir milli Norður- og Vestur- álfu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.