Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 80
62
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Surtshelli”, “Holskeflan” og "Hraun-
gangan”, sem öll eru táknræn, þrung-
in að hugsun og heilsteypt. Afstaða
skáldsins til samtímaatburða og djúp-
stæður mannúðarandi hans lýsa sér
einnig í kvæðum þessum eins og víðar
í ljóðum hans. Þeir, sem eiga undir
högg að sækja í lííinu, eiga samúð
hans alla, eins og lýsir sér í “Eintal
flóttamannsins” og “Týndi sonurinn”.
Ber og meira á beinni ádeilu en áður
í seinni kvæðurn hans, t. d. “Konungs-
efnið” og “Dollarinn”; en mannástin,
aðdáunin á þeim, sem líknarverkin
vinna, er undiraldan í hinu fagra og
rauntrúa kvæði, “Nýlendulæknirinn”.
Af skyldum toga spunnin og ádeilan
eru gamankvæði skáldsins, sem vinsæl
hafa orðið, enda nýtur góðátleg glettni
hans sín víða vel í þeim.
“Jólanótt” og “Islenzki smaladreng
urinn” eru prýðileg kvæði, hið fyrra
myndauðugt og þrungið íhygli, hið síð-
ara glögg mynd frá æskuárum skálds-
ins í íslenzkri sveit. Tíðum er einnig
slegið á þá strengi minninganna i
kvæðum hans, og náttúrulýsingarnar
ósjaldan sörnu ættar. Skáldið er tengd-
ur átthögum og móðurmoldu nánum
böndum. 1 “Sumarnótt á Signýarstöð-
um” er ástfólgnum Borgarfirði hans
fagurlega lýst í faðmi hljóðrar sumar-
nætur.
1 kaflanum “Þorpið hljóða” í seinni
bók hans eru mörg prýðileg eftirmæli
um ættingja höfundar, samherja og
vini, en hjartnæmast þeirra er hið fag-
uryrta og tregadjúpa minningarljóð
um bræður hans þrjá, Hjört, Kristján
og Jónas, merkismenn og drengi góða.
Trúarljóð skáldsins í seinni bók hans
eru þrungin að fagurri hugsun og inni-
legri trúartilfinningu og bera vitni víð-
sýni hans í trúmálum.
17. Jakobína Johnson var fædd að
Hólmavaði í Suður-Þingeyjarsýslu 24.
okt. 1883, dóttir Sigurbjörns Jóhanns-
sonar skálds, er fyrr getur. Fór vestur
um haf með foreldrum sínum 1889, er
settust að í Argyle-byggðinni islenzku
í Manitoba, og ólst þar upp. Eftir að
liafa lokið prófi á Kennaraskólanum í
Winnipeg, var hún um nokkur ár
barnakennari í Manitoba, þangað til
hún giftist fsak Jónsson, byggingar-
meistara, bróður þeirra skáldanna
Gísla og Einars P. Jónssonar, en þá
fluttist hún til Seattle, Washington, og
hefir verið búsett þar síðan. Hún liefir
átt stóran barnahóp að annast og um-
fangsmikil heimilisstörf að sama skapi;
eigi að síður hefir henni unnist tími
til mikilla ritstarfa og þátttöku í menn-
ingar- og bókmenntafélögum, og liefir
flutt fjölda erinda um fsland, bók-
menntir þess og menningu. Árið 1935
þáði hún heimboð til fslands sem gest-
ur Ungmennafélaganna og annarra fé-
laga, og ferðaðist víða um landið við
hinar ágætustu viðtökur. Varð heim-
förin henni, að vonum, tilefni margra
fagurra ljóða.
Úrval úr kvæðurn hennar, Kertaljós,
kom út í Reykjavík 1939. Þessi kvæði
eru bæði fögur, framúrskarandi ljóð-
ræn og listræn í senn. Málmýktin og
áferðarfegurð þess eru sérstaklega eft-
irtektarverð, þegar í minni er borið, að
skáldkonan fór af fslandi barn að aldri.
í þessu úrvali eru mörg kvæði sprott-
in upp af djúpri ást hennar á íslandi
og íslenzkum menningarerfðum, ekki
síst fornsögunum og fornskáldunum,
eins og glöggt sést í “íslendingur sögu-
fróði” og “Fornmenn”. í kvæðinu “fs-
lenzk örnefni” er brugðið upp mjög
sérstærði mynd af landinu sjálfu, þar