Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 66
48
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kardinála, og “Páskamorgun”, eftir
Grundtvig, þar sem saman fara mikið
andríki og mælska, og heldur sálmur-
inn vel eldmóði sínum og hreimmikilli
hrynjandi í þýðingunni. Hafa og
surnar af þýðingum þessum verið tekn-
ar upp í íslenzkar sálmabækur beggja
megin hafsins. Að öllu samanlögðu
hefðu þýðingar Jóns nægt til þess að
tryggja honum sess á bekk góðskálda.
6. Magnús Markússon var fæddur
á Hafsteinsstöðum í Skagafirði 27. nóv.
1858 og alinn upp á þeim slóðum, og
stóðu að honum traustir stofnar. Hann
flutti vestur um haf 1886, settist að í
Winnipeg, og lézt þar 20. okt. 1948. Var
árum saman starfsmaður á innflutn-
ingaskrifstofu sambandsstjórnarinnar í
Winnipeg, en síðustu starfsárin í þjón-
ustu Winnipeg-borgar, en gaf sig einn-
ig að fasteigna- og farandsölu. Vann
sér á yngri árum orð fyrir íþrótta-
mennsku. Eins og flestir skáldbræður
hans vestur-íslenzkir, var hann maður
sjálfmenntaður.
Tvær Ijóðabækur komu út eftir
hann: Ljóðmæli (Winnipeg, 1907) og
Hljómbrot (Winnipeg, 1924). í fyrstu
bók hans eru ýms þýð kvæði og falleg,
t.d. “Skagafjörður” og “til móður
minnar”, og koma þar þegar fram að-
aleinkenni skáldsins: hljómfegurð og
þýðleiki, málmýkt og lipurð. Rím-
snilld hans var fágæt og bragsmekkur
hans öruggur að sama skapi; er auð-
sætt, að stuðlað mál lá honum létt á
tungu. Sömu einkenni svipmerkja
seinni kvæði hans, og njóta sín vel i
ljóðum eins og “Björkin”, “Harpan
mín” og “Ljóðadísin”. 1 báðum bók-
unum er fjöldi tækifæriskvæða með
sama ljóðræna blænum.
Göfgi í hugsun, samfara sterkri sið-
gæðis- og trúartilfinningu, eru einnig
einkenni margra þessara kvæða, og
bera vitni djúpstæðri trúhneigð skálds-
ins og bjartsýni. Hinsvegar eru kvæði
hans hvorki sérstaklega frumleg né tiJ-
þrifamikil. Hann er íslenzkur inn i
lijartarætur, og sver sig í ætt til liinna
eldri íslenzku samtíðarskálda, enda
hefir hann sýnilega orðið fyrir áhrif-
um af þeim, ekki síst séra Matthíasi
Jochumssyni.
Eftir útkomu kvæðabóka Magnúsar
birtist í vestur-íslenzku vikublöðunum
og viðar sægur af kvæðum eftir hann,
söm við sig um áferðarfallegt málfar
og ljóðform. Hélt hann merkilega vel
franr að dánardægri sálarfjöri sínu og
skáldgáfu; er jrað mála sannast, að sunt
seinustu kvæði ltans eru meðal þess
bezta sem eftir liann liggur, eins og
“Kári í Brennu Njáls” og “Sumardag-
ur 1945”. Urn efni eru þau einnig mjög
sérkennandi fyrir skáldið og hugðar-
efni lians; íslenzkt sögulegt viðfangs-
efni annarsvegar, en náttúrulýsing
liinsvegar.
Góðhugur lians til samferðamann-
anna lýsir sér í fjölmörgum kvæðum
lians, og ættjarðarkvæði hans bera fag-
urt vitni sonarlegri rækt hans til föð-
urlandsins, þó að liann væri jafn-
framt heilhuga Canadamaður.
7. Þorbjörn Bjamarson (Þorska-
bítur) var fæddur á Irafelli í Kjós 29.
ágúst 1859. Ólst upp í Reykholtsdal í
Borgarfirði og dvaldi þar næstum sam-
fleytt þar til hann fór vestur um haf
1893. Eftir fjögra ára dvöl í Winnipeg
fluttist hann til Pembina, N. Dakota,
og átti þar heima til dauðadags 7. febr.
1933. Hann vann fyrir sér með erfiðis-
vinnu og var með öllu óskólagenginn,
en hafði lesið mikið og vel, enda var