Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 28

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 28
10 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ÍSLENDINGA gleymanlegu ræðu, sem er ein sú allra þarfasta, heilbrigðasta og göfugasta hvatningarræða, sem nokkurir ný- lendumenn hafa hlýtt á fyrr eða síðar, enda varð hún að miklu leyti sú undir- staða, sem Islendingar vestan hafs reyndu að reisa þjóðerni sitt á, meðan alþjóð kunni skil þeirra orða, þótt get- an yrði þar minni en óskirnar. Má þangað rekja sporin til margra þarf- legustu framkvæmda Islendinga vest- an hafs. Þetta mikla þjóðhátíðar ár, 1874, lögðu af stað í september um 375 rnanns frá Norðurlandi og sigldu beina leið til Canada. Var alt fólkið sett niður í Kinmount í Ontario-fylki og átti þar ekki sjö dagana sæla. Varð þar barnadauði mikill, atvinnuleysi og ill aðbúð. Allur var hópurinn ráð- inn til Canada, þótt einstöku slyppu suður fyrir landamærin til Bandaríkj- anna urn veturinn og vorið, jrví þar var frjálsara um þá og betur borguð vinnu- launin. 1875, var ekkert skip sent til Islands að sækja vesturfara, þótt strjálingur flytti þaðan vestur í smáum hópum. Þar á meðal var Friðrik J. Bergmann frá Laugalandi á Staðarbygð í Eyja- firði, er fór í tíu manna hópi. Hann varð síðar nafnkunnur prestur og mik- ill kennimaður, rithöfundur og rit- stjóri í Dakota og síðar í Winnipeg, þar sem hann einnig var fyrsti kennari í íslenzku við Wesley-skólann (College). Hann kom því til leiðar, að Tjaldbúð- ar-söfnuður hans í Winnipeg reisti þar prýðilegustu kirkju Islendinga vestan hafs á Victor stræti. Sá söfnuður er nú úr sögunni, en Fyrsti lúterski söfnuður í Winnipeg eignaðist kirkjuna. III. Fyrsta nýlendan af þeim fjórum, sem Islendingar stofnuðu 1875, var í fylkinu Nova Scotia í Canada austur við Atlantshaf. Hana nefndu Islend- ingar síðar Markland í Nýja Skotlandi. Flún var hæðótt hálendi sem mest alt var vaxið risatrjám og afar hrjóstug, fjörutíu enskar mílur frá járnbraut og þrjátíu mílur frá Atlantshafi, og því ill-mögulegur bústaður örsnauðra ný- lendumanna en ágætis heimili elgsdýr- anna, sem þar voru heima hjá sér. Samt urðu heiðar þessar bólfesta hátt á annað hundrað Islendinga, og fylk- isstjórninni fórst undra vel við þá, er hún vissi með sönnu hvernig nýlendan var. En að hún í fyrstu var þess með öllu dulin, sézt skýrt á því, að þetta fyrsta innflutnings ár, sendir hún um- boðsmann sinn, Jóhannes Arngrímsson til Islands til að safna þaðan innflytj- endum. Varð honum svo vel framgengt, að hann slagaði hátt upp í umboðs- mann Canada stjórnar, Sigtrygg Jónas- son er var að flytja Islendinga vestur að Winnipegvatni, og þangað fóru þeir líka flestir, hvað svo sem á farbréf- inu stóð, því stjórnin í Nova Scotia hafði yfir sumartíman skift algerlega um skoðun og hefur óefað séð, að bú- skapurinn þar yrði aldrei annað en hokur. Um 1880 slá nýlendumenn því föstu að flytja burtu úr Nova Scotia, og 1882 eru allir Islendingar farnir úr nýlend- unni. Fóru þeir með fullu samþykki stjórnarinnar, sem var þeim innan- handar frá byrjun til enda. Fluttu flest- ir þeirra vestur um miðbik álfunnar. Settust sumir þeirra að í nýlendunm í Minnesota, Winnipeg og Dakota ný-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.