Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 130

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 130
112 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA til þess að neita að taka borgun fyrir þær. Mynd hans af Snorra Sturlusyni er mikið lofuð af mörgum sem hafa séð hana, og nýlega hefir Haukur málað aðdáanlega mynd af Rjúpnafelli, æsku heimili Björgvins, og prýðir hún káp- una á hinni nýju bók tónskáldsins, ‘Minningar’. Anna, móðir Hauks býr enn í Leslie og er ein dóttir hennar heima hjá henni. Mrs. Halldóra Bjamason hefir óefað verið fyrsta íslenzka stúlkan í Winni- peg sem sótti námskeið í málaralist. Þetta var rétt um aldamótin og voru þá nýlega komin til borgarinnar Frank M. Armington og kona hans sem bæði kenndu æðri listir. Einstaka manni þótti all-undarlegt að hin unga stúlka skyldi eyða því litla sem hún hafði aflögum af lágu kaupi til þess að læra að mála, en Halldóru fannst starfið ekki vera óþarft, og aldrei hefir hún séð eftir þeim pen- ingum sem í það fóru. f rúm tvö ár fór hún í skóla til Armington einu sinni í viku og þótti kennaranum mikið koma til hæfileika hennar, og eggjaði hana mjög til þess að halda áfram listanámi. En fátæktin aftraði því! Foreldrar Halldóru voru Halldór Jónsson frá Littla Bakka í Hróarstung- um í N. Múlasýslu og Sigurbjörg Jóns- dóttir frá Berunesi í Fáskrúðsfirði, S.- Múlasýslu. Kornu þau til Gimli með ‘stóra hópnum’ 1876. Eftir fjögur erf- ið ár þar fluttu þau til Norður Dakota og gengu þá alla leið frá Pembina til Grafton. Þar fæddist Halldóra þrem mánuðum síðar, 6. ágúst 1880. En til Winnipeg flutti fjölskyldan 1889. Halldóra giftist, árið 1906, Guð- mundi, syni Bjarna Jónssonar frá Hrís- um í Helgafellssveit, og Ingibjargar Helgadóttur frá Breiðabólsstað á Skóg- arströnd. Ekki er líklegt að Halldóra hafi haft margar stundir aflögum frá hús- móðursstörfunum, því þau hjón hafa alið upp átta mannvænleg börn. Einn- ig hefir verið mjög gestkvæmt á heim- ili þeirra, því þau eiga marga vini og hafa auk þess starfað mikið í íslenzk- um félagsmálum. Ætíð hafa börn þeirra verið hvött til þess að koma heim með vini sína og kunningja, og oft hefir verið glatt á hjalla á hinu stóra heimili þeirra. Það er því órækt vitni um dugnað Halldóru og ráðdeild við hversdagstörfin, að hún hefir öll þau ár sem börnin voru í uppvexti fundið stund og stund til þess að mála myndir sínar. Eru þær nú orðnar fjölda margar að tölu, og prýða þær heimili hennar og barna þeirra hjóna. Mikla unun hefir Halldóra haft af þessu starfi, og margskyns handavinnu sem hún hefir haft með höndum til þess að prýða og fegra í kring um sig- “Ó, eg mála ofurlítið enn”, segir Halldóra hressilega, “það yngir mann upp að gefa sig við listiðkun.” Thomas yngsti sonur þeirra hjóna, er nú um það bil að útskrifast frá lista- skóla (Meinsinger School of Art) í Detroit, Michigan. Mun hann ætla sér að stunda auglýsingateikningar og sagður efni í ágætis listamann. Hlaðgerður Kristjánson var orðm vel fullorðin er hún fór árið 1913 á listaskóla, (The Art Institute of Chi- cago) og stundaði málaralist í þrjú ar. Hefir hún málað þó nokkuð af mynd- um en mest gefið sig við postulínsmáln- ingu. Setti hún upp kennslustofu er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.