Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 44
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉRAGS ÍSLENDINGA
Drap á dvergsmiSju
dyrastafi
fráneyg, fingramjúk,
frænka Norrænu.
Lauk upp laundyrum
lykla-valdur,
Sindri, er sýöur
saman góðmálma.
Leit eg lýsi-raf
í launkofa
dvergs, er dýrgripi
dísum smíöar.
Logi ljósblár
leikur um afl —
eldur frá alda
ööli kominn. . . .
HorfS á, hlaS-geröur!
hikaSu ekki!
kastaöu kaffi húss
könnu á dyr!
Dátt er hjá dvergum,
er degi hallar;
Ijúft rneö ljósájfum
leiðslu aS njóta.
Nisti og nátfckjól
Norræna, þér,
gerSan úr guSvefi,
gefins býSur —
meSan mannblendinn
máni hýr
guSar á glugga
Gestum-blinda.
Fann eg fossgýgi,
fór i álfheima,
hafSi hendur á
hauga eldi. . . .
Flaug eg á fornu
furSu-klæSi,
gerSu í garSshorni.—
GeturSu skiliö?
Hún sem hafSi
handlagni og vit,
bar bernsku heill
fyrir brjósti vörmu:
fléttaSi fangamark
fimlega úr
þjóSernis þræöi
í þulu hrynjanda.
Leiöir lífsspeki
í ljósaskiftum
gott er aS ganga
og greina áttir;
skima, og skynja
skóhljóS alda,
hlusta á hjartslátt
horskra kvenna.
Vaka valkyrjur;
í vafurlogum
elda meö ásynjum
áfengan mjöö.
Þessum dýra drykk
dreypa þær
æsku og elli
enn á varir. . . .
Heyröu, hlaö-geröur!
hvaS ert’ aö stunda?
heldurSu’ af hárskuröi
og hælum völtum?
BíSa þín brúögjafir
viö Bifrastar sporS.
Senn eru sólstööur. . . .
Sumri fer aS halla.
Gekk eg í Garöshorn
Ganglera stíg,
hlaut handleiSslu,
heyröi gras vaxa. . . .
Kom í kóngs ríki,
kendi drotningu,
horföi á hugmyndir, —
haföi hvergi fariS.