Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 113
SJÖUNDA ARSÞING
111
sent sé ókeypis öllum kaupendum Tíma-
ritsins, en selt í lausasölu fyrir 25 cents.
2. Nefndin leggur til, aö allir fullorön-
ir meðlimir, skuldlausir við félagið, og
nýir meSlimir, fái Tímaritið fyrir hálft
verö.
3. Að framkvæmdarnefndinni sé falið
að ráða ritstjóra með sömu kjörum og
áður.”
Tillaga var samþykt frá séra Rögnvaldi
Péturssysi, studd af A. Skagfeld, að ræöa
nefndarálitið lið fyrir lið.
Við fyrsta lið kom fram breytingatil-
laga frá Sigfúsi Halldórs frá Höfnum um,
aö öll orðin eftir “í sama formi og áður”
falli burtu, en liðurinn að þeim sé satn-
þyktur sem fyrsti liður. Var Þessi breyt-
ingatillaga samþykt í einu hljóði, og allur
liðurinn síðan samþyktur í einu hljóði
með áoröinni breytingu.
Við annan lið kom fram tillaga frá séra
Rögnvaldi Péturssyni, studd af J. Finns-
syni, aö umræðum um hann skyldi frestað
unz nefndarálitið í útbreiðslumálinu hefði
komið fyrir þingið. Var hún samþykt í
einu hljóði.
Svo kom tillaga frá 'Árna Eggertssyni,
studd af O. Olson, að alt nefndarálitið,
nema fvrsti Iiður, sé látið bíða sama tíma.
Var það samþykt í einu hljóði.
Þá kom fyrir nefndarálitið um fratu-
kvæmdarstjóramálið í fimni liðum :
1. Nefndin álítur að sem mest beri að
breiða út rétta þekkingu á íslenzkri þjóð
og bókmentum nteðal Canada og Banda-
ríkjaþjóðanna. Vill því leggja til að kos-
in veröi þriggja manna milliþinganefnd til
þess að starfa í þessa átt.
2. Nefndin ætti að grenslast eftir hvort
unt sé að fá flutta fyrirlestra um íslenzk
efni við hærri mentastofnanir. Ennfrem-
ur að íhuga hvort nota mætti ensk blöð og
tímarit til útbreiðslu almennrar þekking-
ar á íslenzkum málum.
3. Nefndin skal í samráði við stjórnar-
nefnd félagsins, ef kostnaður leyfir, út-
vega mann eða rnenn til fyrirlestra, þar
sem hentugast þykir eftir ástæðum.
4. Þá skal nefndin fá hæfan rnann eða
menn til þess að rita í þau blöð og tímarit,
sem hún tiltekur um ísland—landið, þjóð-
ina, sögu,- þjóðsagnir, náttúru landsins og
bókmentir að fornu og nýju og hvað annr
að, sem nefndinni sýnist gjörlegt að ritað
sé um.
Nefndinni dylst ekki, að með þessari
aöferð má gjöra mikiö til þess aö kynna
enskumælandi þjóðum ættland vort og
þjóð. Og með því að sú aðferð mundi hafa
hlutfallslega lítinn kostnað í för með sér,
vill nefndin mæla eindregið með að hún
sé notuð.
5. Ennfremur skal nefndin sjá um að
leiðrétta missagnir um Island og íslend-
inga ef þörf þykir. Einnig vill nefndin
leggja til að skrifara félagsins sé falið að
þakka forstöðumanni lagaskóla Manitoba-
fylkis, hr. Jósep Thorson fyrir ágætt fyrir-
lestrarstarf um íslenzk efni síðastliðinn
vetur, á sama hátt vildi nefndin nefna og
þakka meðal margra annara hr. Jóhannesi
Jósefssyni, Miss Þórstínu S. Jackson, og
B. L. Baldwinson, er tekið hefir málstað
Vestur-íslendinga og gert þá kunna
Tillaga var samþykt að samþykkja
nefndarálitið.
í milliþinganefnd var stungiö upp á
Árna Eggertssyni, Sigfúsi Halldórs frá
Höfnum og J. J. Bíldfell. Var samþykt
tillaga frá Jakob Kristjánssyni, studd af
Ingibjörgu Björnsson, að útnefningunni
skyldi lokið, og voru þessir þrir menn þvi
kosnir.
Þá kom fram tillaga frá Jakob Ivrist-
jánssyni, studd af Sigurði Árnasyni, að
fresta fundi til kl. 2. e. h. sama dag.
Fundur var settur aftur kl. 2. e. h. Fund-
argerðin frá fyrri hluta dagsins var lesin
og samþykt í einu hljóði, breytingalaust,
samkvæmt tillögu frá A. Skagfeld, er Ingi-
björg Björnsson studdi.
Þá kom fram nefndarálit um grund-
vallarfogabreyt'mgar, á þá leið, að þar
eð verkið sé svo yfirgripsmikið, vill nefnd-
in legga til, að kosin sé þriggja manna
milliþinganefnd, bæði til þess að koma
saman þeim breytingum, sem þegar eru
orðnar frá prentuðum lögum félagsins, og
til þess einnig að gera nýjar tillögur. Skuli
sú nefnd hafa undirbúið málið og afhent