Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 49
UM FORNAN FRAMBURD Æs.
47
þeim orðum. Annað felst ekki í
þeim fróðlegu dæmum. Latínsk
fræði er líka liægt að draga til liðs
við æ-framburðinn.
í latneskri málfræði er róm-
verskur framburður kendur, sem
ætla má að sé sem næst því, sem
Latína var fram borin, og sam-
kvæmt bonum voru a, e, i, o, u,
borin fram stuttu og löngu a, e, í,
ó, ú hljóðum alveg eins og forn-
ísl. framburði þessara hljóða er
lýst í Málfræði ísl. tungu, að e einu
undanteknu; “e var lokað hlj óð ’
segir Finnur, “líkist því sem i nú;
é var hið dregna hljóð, sem svar-
aði tih þess.” Hvers á nú e að
gjalda, að það fær ekki að halda
sínu latínuhljóði í forníslenzkum
framburði eins og hinir stafirnir,
fyrst það er úr latínustafrofi tek-
ið eins og þeir? Lýsingin á fram-
burði þess “sem i nú” á engar
fætur til að standa á. Hún kemur
í bág við Stafrofsritgerðina. 1
henni segir: “Þá hefi ek ok ritit
oss íslendingum stafrof bæði ]at-
ínustöfum öllum, þeim er mér þótti
gegna til vórs máls vel, svá at rétt-
ræðir mætti verða. ’ ’ Engin tvímæli
geta leikið á því, eftir orðum rit-
gerðarhöfundarins, að hann tekur
e í stafrof isitt með latínuhljóði
þess. Latínufræðingarnir kenna
oss, að það hljóð var borið fram
stutt og langt, eins og hljóðin t. d.
í ensku orðunum: “net” og
“made”, sem er alveg sama og
í “ketti” og “vetur”, og þessum
hljóðum hlýtur e og é að hafa verið
fram borin í fornöld, ef Stafrofsrit-
gerðina er að marka. Framburð-
arkerfi prófessoranna tekur fram-
burðinn, sem ritgerðin eignar e-
inu, af því og festir hann rakleiðis
við æ, að því er virðist til að hag-
ræða þeirri fyrir fram dreymdu
niðurstöðu, að æið hafi menn ekki
upphaflega á Norðurlöndum. Fyr-
irfram ráðnar niðurstöður hafa
einatt óprýtt vísindaiðkan nor-
rænna fræða, einkum síðan er
Norðmenn snerust að henni. En
ekki bætir brókin bolfötin að held-
ur, því ‘‘ketti’’ og “vetur” eru
latínuhljóð og þeim hljóðum getur
æ ekki hafa verið fram borin eft-
ir Stafrofsritgerðinni, því hún tók
upp nýjan staf fyrir hljóðið, af
því það sé ekki til í Latínu. Æ,
eins og að því er kveðið á Islandi,
er ekki latínuhljóð, og því hljóði
var stafurinn kveðinn í fornöld,
eins og að framan er lýst. Það
kemur heim við Stafrofsritgerð-
ina og núlegan framburð tung-
unnar.
Af framangreindum rökum er
þá óhætt að hafna e-framburði æs
og öllum hans fylgjum og hafa í
staðinn 1. að æ var fram borið í
fornöld eins og nú á Islandi; 2. að
skakt sé það, að æ hafi verið tekið
upp á Islandi, eftir að tungurnar
greindust; 3. að hinar tungumar
hafi glatað æ-hljóðinu fyrir e-
hljóð og sú breyting hafi raskað
fornu framburðar samræmi í all-
mörgum orðum á Islandi. Svo
mega og þeir, sem leggja stund á
forníslenzk fræði við háskóla er-
lendis, breyta tungutaki sínu frá
því, sem áður var gengt, og lesa
æið með sínu hljóði í fomritum
íslenzkunnar, svo sem í Agripinu
og Konungsskuggsjá o.s.frv.