Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 124
122
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ann og útskrifast þaðan með kon-
ungsleyfi sumarið 1886. Sti’ax og
vestur kom, tók liann við embætti
sínu í Argyle og þjónaði þar að ó-
.skiftn fram til ársloka 1891. En
við árslokin veiktist séra Jón
Bjarnason mjög hættulega, svo að
lionum var um tíma ekki liugað líf.
Yarð hann að leggja niður öll störf
bæði við söfnuðinn og svo við
Sameininguna, sem hann var rit-
stjóri við. Tók þá séra Friðrik J.
Bergmann, sem varaforseti kirkju-
félagsins, við ritstjórn Sameining-
arinnar og liafði á hendi alt árið
1892. Þá þjónaði hann og söfnuði
séra Jóns að nokkru leyti, en ó-
skiftur gat hann ekki gefið sig við
því verki, því ærið liafði hann að
starfa við söfnuði sína í Dakota.
Var þá samið við séra Hafstein,
að liann skvldi þjóna söfnuðinum
að hálfu leyti til móts við séra
Friðrik. Hélzt sú ráðstöfun til
ársloka 1892. Með nýári 1893 var
séra Jón búinn að ná svo miklum
bata. að hann tók við ritstjórn
Sameiningarinnar, en ekki var þó
heilsu hans svo farið, að hann
væri fær um að liafa fulla prests-
])jónustu á hendi við söfuðinn.
Ákvað söfnuðurinn því að veita
honum hvíld frá því verki um óá-
kveðinn tíma, eða þangað til hann
væri búinn að ná svo heilsu aftur,
að hann gæti tekið til fullra starfa.
Óvissa var um það, live skjótur
kynni að verða batinn, var því af-
ráðið að vista prest honum til að-
stoðar að kirkjunni. Var fundur
haldinn um það 20. febrúar um vet-
urinn og séra Hafsteinn kosinn
einum rómi.4) Tók liann kosning-
unni, og um sumarið 22. júní segir
söfnuðum sínum í Argyle upp
þjónustu sinni og flytur alfari
til Winnipeg. Fýsti hann og frem-
ur til að flytja til bæjarins. Mun
hann hafa gjört sér vonir um, að
embætti þessu liéldi hann í hvað
sem slæist. En eftir ársbyrjun
1894 fór heilsu séya Jóns svo fram
að hann fór smám saman að geta
bætt á sig meira verki og þegar
kom fram á vorið, var hann farinn
að prédika að hálfu í kirkjunni.
Urðu nú líkurnar minni en áður
með að prestaskifti myndu verða
við söfnuðinn. Var nú miklu verki
létt af séra Hafsteini, svo þess
gerðist eigi þörf, að hann gæfi sig
allan við safnaðarþjónustunnni,
en með því að hann var ráðinn út
árið, varð það að samkomulagi, að
hann skyldi þá í þess stað flytja
guðsþjónustur á öðrum stöðum í
bænum og á þann liátt vinna að xít-
breiðslu safnaðarins. Fóru þess
þá og nokkurir á leit við hann, að
hans eigin sögn, er sótt liöfðu
kirkju til hans og heima áttu í
Suðurbænum, að hann flytti mess-
ur þar á einhverjum þeim stað, er
fólk ætti auðveldast með að sækja.5
Studdu það mál ýmsir leiðandi
menn innan safnaðrins, og aðrir
vinir hans. Urðu þau málalok, að
fengið var leyfi skólaráðs Winni-
pegbæjar fyrir því, að nota hinn
svonefnda Mulveyskóla fvrir
])essar guðsþjónustur. Stendur
skóli þessi við Portage Ave. og
Maryland stræti. (Frh.)
4) Sbr. "Sam.” 8. á.r. nr. 15.
5) ISbr. “TjalM'búSm:” Wpeg 1898 I.
ibls. 10.