Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 122
120
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
manni, heldur tekur mann þvert á
móti í fang sér, þegar maður sjálf-
ur er dauður, og faðmar mann til
eilífðar. Sléttan ómælilega, enda-
lausa, sem er full af friði og minn-
ir á hvíldina eilífu.” 3)
Ek'ki var laust við það, að á
Sléttuna væri litið sem eins konar
dauðra manna reit, og þá, sem þar
bjuggu, sem öllu síður með í
straumi framfara og menningar,
en liina,, er bjuggu í þéttbýlinu, við
strætin. Þægindi voru þar fá eða
engin lengi vel. Skáldinu var ekki
ókunnugt um ]æssa skoðun. Hann
rekur hana í sundur og notar hana
í þessari lýsingu af Sléttunni, en
við það að hann bregður henni
upp að ljósinu, tekur hún þeim
blæbrigðum, frá því sem liún bar
hversdagslega, að hún verður ann-
ars og göfugra eðlis.
Uppgangsár bæjarins urðu ekki
mörg að þessu sinni. Eftir tveggja
ára tíma var komin stöðvun á all-
ar framfarir, og hið mikla verzl-
unarbrask fasteignaprangaranna
oltið um sjálft sig. Bærinn hafði
byggst of ört, sveitimar umhverf-
is ekki jafnhliða. Iíann var for-
skot frammi á eyðimörkinni, for-
vörður bygða, er lágu að baki í
hundruðum mílna fjarlægð. Marg-
ir, er fullríkir voru áður, urðu ör-
snauðir. Með afturkippnum dvín-
aði atvinnan. Varð nú annað
tveggja að gjöra fyrir suma, að
leita burtu eða að skapa sér at-
vinnu sína sjálfir. Byrjuðu þá
einstaka menn á nautgriparækt, í
smáum stíl. Með því var hægt að
3) “Vomi.r”; S'ög'uþ&ttur frá VeisturheÍTni,
eftir Eínar Hjörleifsson, Rvik H890.
afla helztu nauðsynja, og selja
það sem afgangs var og sparað
varð frá heimilisþörfum. Færðu
þessir sig nú út á Sléttuna, í rým-
indin. Hún bauð þeim beztu kost-
ina, beitiland ótakmarkað og ódýrt
jarðnæði. Eftir uppgangshrunið
var land selt þar lágu verði, og
komu þeir sér þar fyrir á ótrúlega
skömmum tíma, eignuðust íbúðir
sínar, þó eigi væri reisulegar og á-
litlega landbletti í kringum þær.
Búskapinn byrjuðu þeir með
tveimur eða þremur kúm, og bættu
svo við sig', ár frá ári, eftir því
sem efni leyfðu. Flestir voru ein-
yrkjar, urðu sjálfir að sinna mála-
verlcum, heyföngum á sumrurn, og
skepnuhirðingu á vetrum millum
þess, sem þeir fóru á milli “pláss-
anna” og seldu mjólkina. Frí-
stundir höfðu þeir ekki margar og
sparibjuggust því sjaldnar en
liinir., er svo lánsamir voru, að
hafa daglaunavinnu og áttu kvöld-
in fyrir sig og auk þess alla helgi-
daga og alla vinnuleysisdaga, er
orðið gátu eigi svo fáir á árinu.
Þeir voru “mjólkurmenn”, fx*em-
ur búendur en borgarmenn, að því
er þótti. Nokkrir, er daglauna-
vinnu höfðu reynt, urðu þó til þess
að fara að þeirra dæmi, er þeir sáu
liversu þeirn famaðist. Óx þann-
ig íslenzka bygðin á Sléttunni svo,
að innan fárra ára var hún orðin
all-fjölmenn. 1 hópinn bættust svo
ár frá ári ættingjar og skvldulið,
er að heiman kom. Um 1890—5
var þar margt manna sezt að, þó
að vísu bygðin væri fremur strjál.
Var þá og byrjað á að gjöra þar
umbætur, sem í hinum öðrum hlut-