Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 93
Kraftaverk og andlegar lœkningar,
Eftir Steingrím Mattliíasson lækni.
I.
1 fyrndinni voru prestarnir
læknar. Aðrir læknar ekki til. Til
presta völdust þeir, sem vissu
lengra nefi sínu. Þeim var treyst
til allra liluta og var haldið, að
þeir gætu náð samhandi við guð-
ina og fengið uppfyltar óskir sín-
ar og annara.
Það fór orð af ýmsum krafta-
verkum, sem þeir gætu gjört. Þess
vegna var eðlilegt, að sjúklingar
leituðu til þeirra, til að fá. bót
meina sinna.
Prestarnir gátu svo margt í þá
daga, segir sagan. Þeir voru sum-
ir spámenn, er sögðu hárrétt fyrir
um óorðna hluti og viðhurði. Þeir
lögðu mönnum heilræði í hvers-
konar vanda, og réðu jafnvel við
sjálfar höfuðskepnurnar, þegar
þeim sýndist. Regn og frjósamar
árstíðir gátu þeir, sem voru snjall-
astir, útvegað eftir þörfum. Bng-
inn mun þó hafa komist lengra en
Jósúa, sem gat stöðvað sólina, til
að vígljóst yrði, meðan hann var
að brytja niður óvini Israels.
Engin furða, þó svona körlum
tækist að lækna ýmsa sjúkdóma.
Þeir gátu jafnvel sumir vakið
menn upp frá dauðum, ef mikið
reið á. Af því fara margar sögur.
Þeir voru svo bænheitir, gömlu
mennirnir.
1 sögu olíkar íslendinga segir
frá hinum helgu biskupum Jóni,
Þorláki og Guðmundi. Þeir höfðu
enn þennan sama bænarinnar
kraft og á dögum spámannanna.
Þegar Jón helgi tók við em-
bætti, gengu mestu liarðindin.
Hann þurfti ekki nema einu sinni
að stíga í stólinn og minnast á
vandræðin við drottin, þá breytt-
ist tíðarfarið um leið og varð ár-
gæzka úr því. Og svo mikill kraft-
ur fylgdi jafnvel áheitunum á
hiskupana, að þeim látnum, að oft-
gat það eitt afrekað hin furðuleg-
ustu kraftaverk. T. d. er sagt frá
því í sögu Þorláks biskups, að
tveir bátar voru á ferð sinn í hvora
áttina á firði einum og gekk ekk-
ert, því að enginn var byr. Þá
hétu báðar skipshafnir hvor í sínu
lagi á hinn helga Þorlák biskup.
Brá þá strax við til byrjar báðum
skipunum og sigldi hvort þeirra.
fram lijá öðru með liraðbyri, ann-
að austan vert á firðinum, en liitt
vestanvert. Hið fyrra suður á við
fyrir hvössum norðanvindi, en hið
síðara norður á bóginn fyrir hag-
stæðum sunnanbyr, seglfylling.
Svo vel bænheyrði Þorlákur
vini sína, ef á hann var kallað úr
öðrum heimi. Og líkt var um
hina aðra blessaða biskupana.
Mest segir þó af lækningakrafta-
verkum þeirra. Það var ekki sá
sjúkdómur á mönnum né skepnum,
sem ekki léti undan áheitum. Að