Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 117
SJÖUNDA ÁRSÞING
115
um aö þaö veiti viötöku þessháttar bóka-
gjöfum, enda kaupi slíkar bækur, ef efni
leyfa.
Var samþykt tillaga frá Klemens Jónas-
syni, studd af A. S. Skagfeld, að sam-
þykkja nefndarálitið sem lesið.
Þá baö forseti um álit frá nefnd þeirri,
sem sett hafði veri'ð til þess að athuga
íslenzkumáliS. Framsögumaður nefndar-
innar séra Albert E. Kristjánsson, spurði
hvort þingið æskti eftir skýrslu um starf
sitt milli þinga í því máli. Skýrði forseti
frá þvi, að stjórnarnefnd félagsins hefði
ráðið séra Albert sér til hjálpar í því máli,
sem þann er þeim hnútum væri kunnug-
astur. Las séra Al.bert síðan skýrslu um
starfsemi sína og þeirra manna, er hann
hafði fengið sér til styrktar í viðskiftum
sinum við mentamálaráð fylkisins. Var
honum þakkað fyrir með lófaklappi.
Því næst var nefndarálitið sjálft tekið
fyrir. Var það í 4 liðum.
1. Að Þjóðræknisfélagið haldi áfram
að styrkja heimakenslu í íslenzku, eins og
að undanförnu. Nefndin finnur þó sárt til
þess, hve æskilegt væri, að starf þetta
væri aukið, því vitanlega njóta ekki
kenslu þessarar nema lítill hluti islenzkra
ungmenna í þessari borg. Og þörfin verð-
ur brýnni með hverju ári i mörgum öðr-
um bæjum og bygðum, þar sem íslendingar
dvelja. Vildi nefndin mæla fram með
meiri fjárframlögum í þessu skyni, væri
henni ekki kunnugt, hve þröngur fjárhag-
ur félagsins er.
2. Að það sem nú hefir fengist leyfi til
þess að kenna íslenzku í miðskólum fylk-
isins, sé stjórnarnefnd félagsins falið að
hvetja íslendinga til að færa sér leyfi
þetta í nyt, með blaðagreinum og samtali
við einstaklinga, þar sem tækifæri bjóð-
ast.
3. Að þar sem nefndinni er ljóst, hve
mikill skortur er á nothæfum kenslubók-
um, leggur hún til, að stjórnarnefndin
hlutist til um út.gáfu slikra bóka, að svo
miklu leyti sem hún sér sér fært fjárhags-
lega.
4. Að Þjóðræknisfélagið byrji nú þeg-
ar á sjóðsstofnun, og hafi fyrir markmið
að safna $100,000 — eitt hundrað þúsund
dollurum —. Skuli sá sjóður afhentur
háskólaráði Manitobafylkis, með því skil-
yrði að vöxtum hans sé varið árlega til að
kosta kenslu í íslenzkum fræðum, og að
íslenzku sé þar gerð jöfn skil, sem hverju
öðru útlendu tungumáli.
Þá var samþykt tillaga frá Árna Egg-
ertssyni, studd af Ásmundi P. Jóhanns-
syni, að ræða nefndarálitið lið fyrir lið.
1. liður var samþ. í einu hljóði.
2. liður sömuleiðis.
3. liður sömuleiðis.
Um 4. lið urðu töluverðar umræður, en
loks var hann samþyktur óbreyttur með
öllum þorra atkvæða. Síðan var nefndar-
álitið í heild sinni borið undir atkvæði og
samþykt i einu hljóði.
Ný mál voru næst tekin fyrir. Bað
forseti hljóðs séra Rögnv. Péturssyni. Gat
hann um hina nýútkomnu listmyndabók
Einar Jónssonar frá Galtafelli, hvilíkur
fjársjóður hún væri og hvatti menn til
að gerast áskrifendur að henni. Gat hann
þess að þeir, sem girntust að kaupa hana,
en ekki væru þarna staddir, gætu snúið
sér til hans eða hr. J. J. Bíldfells, er þeirn
hærist fregnin af þessu. Var samþ. tillaga
um að veita þessu máli viðtöku, og voru
lögð fram eyðublöð á þinginu til áskrifta.
Skrifuðu sig þegar allmargir fyrir bók-
inni.
Þá mintist og séra Rögnvaldur Péturs-
son á stúdentagarðsbókina “Selskinnu,” er
send hefði verið hingað vestur, til þess að
safna í nöfnutn íslendinga hér, tneð þeirra
eigin hendi. Lýsti hann, hvílík gersemi
bókin væri, en sá galli væri á, að toll-
stjórnin hér hefði fundið upp á því að
tolla hana afarhátt, og krefðist $100 tolls,
áður en hún fengi að korna inn í landið.
Bar hann síðan frant tillögu, studda af Fr.
Swanson, að Þjóöræknisfélagið skyldi
gangast fyrir því að fá hana undan toll-
lögunum og síðan gangast fyrir undir-
skriftum í liana. Var sú tillaga samþvkt
i einu hljóði.
Þá.bað forseti hljóðs Einari P. Jóns-
syni. Talaði hann fyrir Björgvin Guð-
mundssyni tónskáldi, hvilíkt álit hann