Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 35
RISAR OG ENGISPRETTUR
33
unnai*, en liann sér ekki nema eitt
mark á því, sem mennirnir kafa
gjört. Jái*nbrautarlestin þýtur í
gegnum margar stórborgir. Far-
þeganum nægir að bafa séð eina
þeirra. Hann má leggja sig ró-
legur til svefns upp á það, að bin-
ar eru eins að útliti. Lestin þýtur
í gegn um marga smábæi. Þeir eru
enn líkari hver öSrum, ef hægt er,
heldur en stórborgirnar- Sama
lágvaxna, rauSmálaSa járnbraut-
arstöSin er alstaSar. Sama “Gen-
eral Store” blasir viS manni, sama
Ford-verkstæSiS, sama gistiliúsiS
og sama “Poolroom”. Saga Sin-
clair Lewis, “Main Street”, getur
gerst alstaSar á fleti hrings, sem
hefir 1500 mílna radíus. ÚtlitiS
er ekki eingöngu hiS sama, lieldur
liugsanirnar líka. Vitaskuld hafa
veriS færS fyrir því margvísleg
rök, aS þetta sé hagur — f járhags-
legur hagur — fyrir landsmenn.
Fram'kvæmdarafliS verSi einbeitt-
ara, dreifist síSur og glatist, þeg-
ar miSaS sé aS því aS liafa hlutina
sem líkasta á mismunandi stöSum.
Þetta er vafalaust rétt. En menn-
ingin er ekki eingöngu fram-
kvæmdir.
Skilningurinn á þessu virðist
sáralítill lijá þeim, sem hafa for-
ystu um mál víSast hvar hér um
slóðir. Borgarstjórinn hér í Win-
nipeg flutti ræðu í haus't og hélt
því fram, aS nauðsynlegt væri að
dreifa innflytjendum um landiS á
þanu hátt, aS þeir gætu ekki hóp-
ast saman, hver þjóðflokkur í sinni
bvgS. Þetta átti aS verða til þess,
aS þeir yrðu fyr góSir og tryggir
Kanadamenn. Nú er þaS mála
sannast, aS þaS er meS öllu ó-
drengilegt aS gefa þaS í skyn aS
þær þjóðir, sem hingaS hafa fluzt
inn, hafi ekki sýnt þessu landi fulla
drottinhollustu. Sennilega á þaS
ekki viS um nokkurn þjóðflokk, og
áreiðanlega er þaS meS öllu rangt
um Islendinga. Og vissulega yrði
það Kanada lítt metanlegur skaði,
ef enn meira væri dregið úr þeirri
samheldnistilfinningu, sem menn
liafa til ættbræðra sinna, heldur
en orðiS er. Þegar sagt er t. d. við
íslendinga, að þeir eigi aS hætta
aS halda saman og veita hverir
öðrum stuSning, vegna þess að
þeir eigi að vera svo góðir borg-
arar, að láta' sér jafn ant um alla
Kanadamenn, þá er það í reynd-
inni sama sem að segja, að þeir
eigi að .láta\ sér standa á sama vm
alla, engir menn eigi tilkall til
stuðnings þeirra. ÞaS er ekki of
mikið af bræðratilfinningu í mönn-
um. þótt á því sé alið með nokkuru
afli, að mennirnir, sem eru þeim
skyldastir, mennirnir, sem lifað
hafa sama lífi og þeir sjálfir, hafa
átt sömu sögu í gegnum 20—30
ættliði, séu þó að minsta kosti
bræður þeirra. Og* þarna liggur
þungamiðja málsins. íslendingar
eiga að halda saman í baráttu og
gleði, sigri og vonbrigðum, vegjia
þess að ættartilfinningin er sterk-
asta afliS, sem vér eigum völ á, til
þess aS tendra eld bróSurhugans í
oss, til þess að reka oss af stað til
þess að lifa eitthvað af þeirri sam-
vinnuhugsjón, sem heitið getur
sönn menning- Eg veit að sú
spuming liggur nærri, hvers vegna
vér eigum að einskorða velvildar-