Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 123
ÞJ.ÓDRÆKNISSAMTÖK ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
121
udi bæjarins; gerðir upp vegir,
lagðar gangstéttir, mæld út stræti
og ljósastaurar settir upp á stök-
um stöðum.
En liöfuð .bygðarlagið íslenzka
bélzt þó fyrir norðan Notre Dame.
Þar voru helztu samkomustaðirn-
ir, hús Framfarafélagsius, sem
vikið var að, kirkjurnar og fund-
arsalurinn North West Hall, er
Guðmundur kaupmaður Jónsson
bygði yfir sölubúð sinni við götu-
hornið Isabel og Ross. Var salur
sá um langt skeið helztur funda-
og samkomustaður, ef ekki var
komið saman í kirkjunum. Þar
voru líka helztu viðskiftastaðirnir
íslenzku, svo sem matvöru og
klæðasölubúðir, þar voru prent-
smiðjurnar og þar voru blöðin.
Mátti með sanni segja, að hið ís-
lenzka félagslíf ætti sér þar her-
borg og vígi. í almennu tali voru
bygðarlögin greind í sundur í
Norðan- og Sunnanmenn. Kapp
nokkurt var á milli og heyra mátti
það að fremur þóttust Norðan-
menn standa Sunnanmönnum
framar að menningu, þó náin væri
landamærin og ekki skildi á milli
nema Notre Dame gatan ein. Löð-
uðust menn því síður hver að öðr-
um. Gekk svo fram yfir aldamót,
unz að bygðirnar færðust saman
og Norðurbygðin flutti að mestu
leyti suður á Sléttuna, er þá var
orðin albygð. •
Af eðlilegum ástæðum blómg-
aðist ’félagslífið betur í norður-
bænum, þar sem fólkið var fleira,
átti hægt með alla samkomusókn
og allir helztu samkomustaðirnir
voru þar, heldur en á hinurn stöðv-
unum, er afskektari voru. Félags-
lífið stóð aðallega í sambandi við
söfnuði og kirkjur og þá viðkynn-
ingu inn á við meðal samverka-
manna er óx upp af þeirri starf-
semi. Þar sem samstarfið var
lítið, þar varð viðkynningin lítil.
Öndverðlega munu eigi nema
fáir Sunnanmanna og þeirra, er
bjuggu sunnan við Assiniboine-á
eða norður á Douglastanga hafa
staðið í söfnuði. Megin-þorrinn
mun hafa staðið utan við allan
kirkjulegan félagsskap, að undan-
teknum þeim, er að einhverju leyti
hölluðust að innlendum kirkjum.
Mun það fremur hafa komið til af
því, að safnaðarlíf var dauft fram-
an af árum og lá sama sem í dái
fram að þeinr tírna að séra Jón
Bjarnason kom alfarinn frá Is-
landi til Winnipeg 1884, en að um
ákveðinn skoðanamun hafi verið
að ræða.
Haustið 1889, 11. nóvember,
kemur ungur guðfræðingur frá
Reykjavík vestur, Hafsteinn Pét-
ursson, er fengið hafði köllunar-
bréf frá hinum íslenzku söfnuðum
í Argylebvgð. Er hann vígður í
kirkju Fyrsta Lutherska safnaðar
9. febrúar þá um veturinn, til safn-
aðanna í Argjde, af séra Jóni
Bjarnasyni. Séra Hafsteinn var
fæddur á Geithömi’um í Svínadal í
Húnaþingi 4. nov. 1858. Hann
lærði undir skóla hjá séra Páli Sig-
urðssyni,, er þá var prestur á
Hjaltabakka, en síðar í Gaulverja-
bæ. 1882 útskrifaðist hann úr
Rvíkurskóla, las þvínæst guðfræði
við Khafnar háskóla þar til haust-
ið 1885, að hann fer á prestaskól-