Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 65
HLUTDEILD ÍSLANDS í HEIMSBÓKMENTUNUM
63
að verður því eigi, að langt kom-
ust margir þeirra í list sinni.
Fóru svo leikar, að íslendingar
urðu meðal Norðurlandabúa ein-
valdir á sviði skál'dskaparins,
verndarar aðal-heimilda forn-nor-
rænna sagna — og goðafræði.
Lengi geymdust fræði þessi á vör-
um þjóðarinnar, unz þau voru í
letur færð, flest á 12, og 13. öld.
Langt er síðan fræðimenn sáu og
skildu gildi rita þessara, og enn
fer frægð þeirra vaxandi.
Þrjár eru aðal-greinir forn-ís-
lenzkra bókmenta.*) Fyrst má
nefna skálda-kvæðin. Er til mik-
ill fjöldi þeirra. Að efni til eru
þau flest lof um konunga og sigur-
vinningar þeirra, en noklvur eru
harmsljóð eða ásta. Höfundarnir
eru skáld þau, sem fyr var lýst.
Eru kvæði þeirra fuil líkinga og
oft torskilin að máli. En kraftur
er oft í frásögninni, og lýsingar
atburða og manna margar snjall-
ar.
Næst má telja sögurnar. Er
margvíslegt efni þeirra. Skýra
sumar frá afreksverkum forn-
hetja, er uppi voru svo snemma á
öldum, að vér kunnum þeirra fá
deili. Eru sögukapparnir ofur-
menni að hreysti og afrekum.
Aðrar sagnanna eru um konunga,
einkanlega þá, er Noregi réðu. —
Loks eru íslendingasögur, er skýra
frá æfi og vígaferlum voldugra
ættarliöfðingja, forlögum skálda
eða örlögum útlaga. Eins og nafn-
*) ESUlegra 'hiefSJ máské verfS aS fylig-ja
hinni vanialleigu niSurröSun: EiddiuikvæSi,
skálld’alkvæSi og sögur, en .breiyitt viar út
firá iþví ia.f ýmsum ástæöum.
ið bendir til, eru sögur þessar um
menn, sem á Islandi dvöldu.
Þriðja grein íslenzkra forn-
bókmenta eru Eddukvæðin. Skulu
hér nánar ræddar íslendingasög-
urnar og Eddurnar.
íslendingasögur hafa verið nefnd-
ar óbundinn hetju - kveðskapur
(prose epic). Prófessor Iver, og
fáir gátu af meira lærmdómi tal-
að um þetta efni, kvað sögur þess-
ar vera fullkomnastann lietjukveð-
skap Norðurlanda. Eru þau um-
mæli fjarri því að vera ástæðulaus.
1 lífi forfeðra vorra á fyrstu öldum
þjóðveldisins íslenzka, voru öll
þau skilyrði fyrir hendi, sem skap-
að geta hetju-sögur. Það voru ald-
ir kapps og hugdirfsku. Þjóð'fé-
lagsskipunin lagði litlar hömlur á
athafnir einstaklingsins. í fáum
orðum sagt: þá var hetju-öld.
Upp úr slíkum jarðvegi einum
spretta sögai- og hetjuljóð. Islend-
ingasögur eru því frá.sagnir um
hrausta kappa og um afrek þeirra
og vígaferli. Mismunandi eru sög-
ur þessar að lengd og bokmenta-
gildi; eigi er heldur jafnt sögulegt
gildi þeirra. En allar eru ]>ær
hrífandi aflestrar og eiga marga
kosti sannra bókmenta. Fyrst má
telja þann kostinn, hve kjarn-orð-
ar og gagn-orðar þær eru. Enga
ónytjumælgi er þar að finna. Frá-
sögnin er eðlileg, tilgerðarlaus
með öl'lu. Annar kostur sagnanna
er sá, að ritarinn blandar sér eigi
í frásögnina; lætur lítið eða ekk-
ert á sér bera, Sjaldan fellir hann
dóm á breytni manna. Eni sög-
urnar því snauðar að beinum .siða-
kenningum. Söguhetjurnar lýsa