Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 101
KRAFTAVERK OG ANDLEGAR LÆKNINGAR.
99
vera svo sterkur á svellinu, að
geta ætíð lofaS og vegsamaS sinn
guS, hvaS se,m á dynur.
“ Aldrei váru hans varrir kyrr-
ar at guSslofi”, segir Gunnlaugur
munkur um Jón biskup helga. Veit
eg aldrei sagt meir til vegsauka
neinum klerki.
Lofum prestunum í framtíSinni
aS verSa einnig læknar á ný. En
þá vil eg jafnframt óska þess, aS
læknamir verSi líka prestar.
Stökur eftir Pál Ólafsson.
Ur gömlum bréfum.
I. TIL RAGNHILDAR.
Heyrnin, sjónin, heilsan þver,
húmiS færist yfir,
en ást og traust á einni þér
eilíflega lifir.
Höndin bæöi’ og hjarta þitt
hefir á nótt sem degi
veriö leiöarljósiö mitt
lífs á förnum vegi.
Hiröi eg ei um heimsins dóm
né hvaö menn segja’ á bakiö,
ekki ná hans orðin tóm
inn um grafar þakiö.
En hvar sem eg á landi’ eöa lá
lúinn hvíli beinin,
eyrum mínum ætíö ná
andvörp þín og veinin.
Að hefja svanasöng til þín
sálin veikluð ætti,
meöan frestast feröin mín
um fáa andardrætti.
En það þarf hörpu hagan slátt
hjartað ástarríka,
vantar ekki vilja, en mátt
og viðkvæm orðin líka.
Dauða-taki þig eg þríf,
—þótt mér blæði undir,
þú ein getur lengt mitt líf
og lífsins sælustundir.
II. NBISTAFLUG.
Framgangur og fetin þín
fjör og ást og blíða,
eru sálar sælan mín
og svæfa allan kvíða.
Grafarbakkann er eg á
öðrum fæti stiginn,
en sjái eg þér bros á brá
bregður roða’ á skýin,
Svo mér æfi sýnist vor
og sól að morgni roða,
og ótál þúsund æfispor
yndisleg mér boða.