Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 68
6G
TtMARIT ÞJÓDRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
verið, þá er hraunleSjan rann yf-
ir staS þann, sem þeir stóSu á.
Fátt varS um svörin af hálfu
heiSinna manna.
A nú viS aS ræSa heimsskoSun
og lífsskoSanir feSra vorra. Vér
höfum kynst aS nokkru ytra lífi
þeirra. Víst er þaS mikils virSi,
en miklu er þaS þó þýSingar-
meira, aS líta augum liiS allra
helgasta musterisins: sál þeirra
og hugsanalíf. Því lýsa Eddum-
ar bezt. En þær eru tvö stór-
merkileg söfn fornkvæSa íslenzkra,
Snorra- og Sæmundar-Edda. Þar
sem hin síSarnefnda er enn betri
skuggsjá menningarþroska og
hugsunarháttar forfeSra vorra, en
hin fyrri, skal hennar nánar getiS
Hún er sá brunnur, sem ausa
verSur af, vilji menn kynnast
goSafræSi og hetjusögum NorSur-
landa. Búningur EddukvæSanna
er óbrotinn, en eigi aS síSur á-
hrifamikill. Ejigin deili vitum
vér höfundanna, en flest munu
kvæSin til orSin milli 900 og 1100.
Var þá skáldskaparöld mikil á Is-
landi. Eigi voru kvæSin þó í letur
færS fyr en milli 1100 og 1250.
Mjög hefir fræSimenn greint á um
heimkynni kvæSanna. tJt í þaS skal
eigi fariS. Hitt er víst, aS þau
hafa geymst hjá oss ísiendingum;
á þaS verSa engar brigSur born-
ar. Upprunalega munu Eddu-
kvæSin veriS hafa þjóS-kvæSi, lif-
aS á vörum manna, en fegruS eru
þau og fullkomnuS af. meistara-
hendi. Þess bera mörg þeirra
ljósan vottinn.
Sæmundar-Edda hefst á Völu-
spá og á þaS vel viS. Kalla. má
aS hún sé norræn sköpunarsaga
veraldar. En eigi segir hún þó
aSeins upphaf heims og mann-
kyns, og jafnvel guSanna sjálfra,
heldur einnig örlög veraldar,
manna og goSa. HvaSan kom eg?
Hver em eg? Hvert er för minni
iieitiS ? ViS þessar spurningar
hefir mannsandinn veriS aS glíma
frá alda öSli og gerir enn. Völu-
spá birtir oss svör forfeSra vorra
viS þessum eilífu spurningum. Spá-
dóms blær og tignar hvílir yfir
frásögninni. Leyndardómsfull eru
orS völvunnar og þrungin af efni;
djúp og máttug. en oft torskilin.
1 eftirfarandi erindi verSum vér
oss glögglega meSvitandi óendan-
leiks hins auSa geims áSur heim-
ur var skapaSur.
“vara sandr né sær
né svalar unnir,
jörS fansk æva
né upphiminn,
gap var ginnunga,
en gras hvergi.”
Dásamlegar eru þessar ljóSlínur;
hér hefir stórskáld aS verki veriS.
Þá er hún kröftug lýsing þessi á
örlögum jarSar:
“Sól tér sortna,
sígr fold í mar,
hvería af himni
heiSar stjörnr;
geisar eimi
ok aldrnari
leikr hár hiti
viS liimin sjálfan.”
FegurS frásagnarmáta Völu-
spár og göfgi kvæSisins, eru ó-
mótstæSileg. Eins og djúpir org-
antónar hljóma orS þessi eyrum
vorum og vér fyllust lotning.