Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 97
KRAFTAVERK OG ANDLEGAR LÆKNINGAR.
95
Ef þessar dulrænu lækningar
allar væru eins mikils verSar og
gefiÖ er í skyn, væri það undar-
legt, ef vér læknar gæfum þeim
ekki meiri gaum. Því skyldum
vér vera mótfallnir svo einföldum
og liættulausum aðferðum, eins og
bæn og ákalli, ef slíkt gæfist betur
en okkar aðferðir með lyfjum og
læknishnífum? Yér erum þó ætíð
vanir að taka upp þá aðferðina,
sem reynslan sýriir að er betri en
þær fyrri.
Andlegar lækningar af ýmsu tagi
eru svo æfagamlar, að maður
skyldi laalda að reynslan væri fyr-
ir löngTi búin að skera úr hve not-
hæfar þær séu. En vera má, að
svo sé ekki.
V.
Annað slagið fréttist um stór-
kostleg lækningakraftaverk vestur
í Ameríku. Eg hefi nýlega lesið
fróðlega ritgjörð þar um. Og eft-
ir henni að dæma, virðast dul-
rænu lækningarnar íslenzku vera
mjög á bernskustigi í samanburði
við ýmsar andlegar lækningar, sem
daglega gerast í Bandaríikjunum.
Þar eru eins og kunnugt er stórir
trúar- og dulfræðisflokkar og söfn-
uðir, sem um langt skeið hafa við-
liaft andlegar lækningar í hvers-
koriar sjúkdómum, eins og t. d.
flokkar þeir, sem kenna sig við
Cliristian Science, Jewish Science,
Divine Science, Scientific Christi-
anity og Neiv Thought. Enn frem-
ur fást andatrúarmenn og’ guð-
spekingar við lækningar. Allir
þessir flokkar gefa út fræðirit,
eiga samkomuhús eða kirkjur og
skiftast sumir í marga söfnuði eða
félög víðsvegar um Bandaríkin.
Til Christian Science flokksins
teljast nú ein og liálf miljón áhang-
endur. Iiinir flokkarnir eru
dreifðari og óákveðnari, en alls
mun mega fullyrða, að margar
miljónir manna aðhyllist að meira
eða minna leyti kenningar þessara
lækninga - trúarflokka — ef svo
mætti kalla, því eitt af aðal-mark-
miðum þeirra, er fylgja þeim, er
að lækna sjálfa sig og aðra. En
þar að auki stefna þeir að því, að
skapa í mönnum vilja og lyndis-
festu, gera alt andans útsýni bjart-
ara og jafnvel þykjast sumir geta
með bæn ekki einasta læivnað alla
sjúkdóma, heldur komið í veg fyr-
ir og hrundið á burt hverskonar
böli.
Þó nú hver sá, sem leggur sér
vel á hjarta kenningar síns flolcks,
geti, eftir því sem hæfileikar leyfa,
gefið sig að lækningunum, verða
þó ætíð einhverjir, sem sérstak-
lega skara fram úr, og er þá mikið
leitað til þeirra.
Það er nú sameiginlegt öllum
þessuin lækningastefnum, að fylgj-
endur þeirra kappkosta að lækna
jafnt líkamleg sem andleg mein,
með andlegum áhrifum eingöngu.
Og verður það þannig, að hugur
manns allur, eða að eins undirvit-
undin magnist fvrir nokkurs kon-
ar dáleiðslu, til að ná tökum á því
ólagi, sem af sjúkdómrium leiðir,
svo að ait komist í réttar skorður
á ný og maðurinn verði heill.
Skeður það stundum snögglega,
cða á einni svipstundu, eða smátt.
og smátt. En til að ná þessu