Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 79
NORÐMANNAÞINGIÐ í CAMROSE
77
Á annan hátt varö þetta ár, A.D. iooo,
söguríkt. ísendingar tóku þá kristna trú
á alþingi, en eyjan Svoldur reyndist
Ólafi kóngi, upphafsmanni trúboðsins',
Waterloo.
En aS þessu athuguöu ver'Sur naum-
ast deilt um þjóSerni Leifs Eiríkssonar.
Og hér er í ágripi þaÖ sem hinar
fornu sögur, og meSal þeirra hin merki-
lega Landnámabók, Iherma um Leifs-
mál. — Mega þeir allir er dregið hafa
fjöður yfir uppruna og þjóöerni Leifs,
sko'Öa þessi orS mín sem áskorun til
sín, aö sanna hið gagnstæða á grund-
velli sögunnar.—
Dufferin lávaröur heimsótti ísland
1856. Um ferð þá reit hann hinar
merkilegu frásögur er hann nefndi:
Lcttcrs from High Lattitudcs Eyjan og
íbúar hennar heilluðu hann svo, að sú
töfraást fylgdi honum til æfiloka. Síö-
ar varð hann landstjóri í Canada. Kom
hann þá til Gknlí 1877, og ávarpaöi þar
hina fyrstu íslenzku landnema í Vestur-
Canada. Fórust honum orð á þessa
leið:
“Eg býð yöur velkomna til þessa
lands. Engin þjóð hefir fremur rétt til
vistar vor á meöal en þér. Því heirnur-
inn er í skuld viö yður fyrir fund þess-
arar álfu.”—
Ekki gleymist mér, að eg er aðkomu-
maður í gestaboöi yðar Norömanna. En
eg er þó fyrst af öllu hér sem íslending-
ur og þá sem fulltrúi þjóðrækinna þjóð-
bræðra minna. Og Norömenn vita, að
íslendingar rekja ekki kyn til ívarsi
beinlausa. Þó vil eg ekki freista yöar,
frændur- Eg vil ekki að þér teljið mig
flytja hér erindi hlutdrægni né hleypi-
dóma. Gríp eg því enn til oröa eins
hinna heldri manna meðal brezkra rit-
höfunda til stuönings máli mínu. Mað-
ur sá er Saonuel Laings. Hann þýddi á
enska tungu hina íslenzku annála eða
sögu Noregs konunga, er íslendingur-
inn Snorri Sturluson reit, og nefnd er
Heimskringla. Laings ritar á þessa leiö
um forfeðurna:
“Alt hið bezta er menn gera sér von
um í stjórnarfari og framtíöar framför,
andlega og likamlega; alt sem mentaðar
þjóöir njóta á yfirstandandi tíð:af vers-
legu trúarbragðalegu og stjórnarfars-
legu frelsi, — stjórnarskrá Breta, full-
trúalöggjöf, kviðdómar, trygging eign-
arréttsins, hugsana og hegðana frelsi
einstaklingsins, áhrif almennings álits-
ins á opinber störf, siðbót 16. aldarinn-
ar, prentfrelsið og framfara andi aldar-
farsins, — alt þaö sem er eða hefir ver-
ið dýrmætt nútíðarmanninum, sem þátt-
ur í félagslífi voru, hvort sem litið er
til Evrópu eða Ameríku, má rekja til
þeirrar glóðar, er hinir norrænu villi-
menn létu eftir sig lifandi á brezkum
ströndum.”
Slílcur vitnisburður frá brezkri 'þjóö,
út af höfuðriti hins íslenzka Snorra um
þjóðhöðingja Norðmanna, ætti að full-
nægja frænd'þjóðunum báðum, og ekki
sízt afkomendum þeirra, er meðal
ibrezkra dvelja.
Vestur-íslendingar eru frændræknir.
Þorri þeirra eru einnig. þjóðræknir
menn. Þeir kunna að meta þá rækt við
ættland og ættmenn, er stendur á bak
við hin miklu allsherjar mót yðar, bæði
í Minneapolis og 'hér í Camrose. Oss
íslendingum er það sæmd, og auk þess
'bæði ljúft og skylt, að taka þátt í þjóð-
hátíð sem þessari með afkomendum
hinnar kærustu frændþjóðar.
ítreka eg hér árnaðaróskir hinna
þjóðræknu íslendinga vestan hafs og
þjóðræknisfélagsins, er sendi mig á
fund yðar.—
Leyfi eg mér einnig í nafni fslend-
inga, að taka undir tillögu og styðja