Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 73
NORÐMANNAÞINGIÐ í CAMROSE
71
um ónorskum erindrekum væri
lielgaður síðari liluti mánudagsins
5. jiil. Hátíðin hófst á laugardag-
inn. En sunnudagurinn 4. júlí,
var eSlilega helgaSur kirkjulegu
starfi. ViS aSal athöfn dagsins
prédikaSi formaSur norsku kirkj-
unnar í Vesturheimi. Fjölmentu
NorSmenn þá mjög til tíSasöngva.
Mæltu ýmsir, aS áheyrendur hefSu
veriS 10, 12 eSa jafnvel 15 þúsund-
ir manna. — Samkomurnar voru
haldnar undir ,beru lofti og mS-
varp hagnýtt sem hjálpanneSal
ræSumanna og söngvara.
Til Camrose náSi eg aSfaranótt
þess 5. júlí, í fylgd meS nokkrum
fulltrúum 'Og hátíSargestum. Ein-
hver NorSmaSur, meS norskum ein-
kennisborSa, benti mér í áttina til
gistihúsa bæjarins, meS einhverju
fyrirheiti um frekara athygli, er
gestahöfSingi risi. En í gistihús-
unum var ekkert rúm. — Um dag-
málaskeið fundum viS ferðamenn
þar þó nokkurs konar jötu. 1 þeirri
leit lenti eg í félag meS öðrum hús-
viltum manni, Hon. Sam. J. Latta,
mentamálaráðherra Saskatchewan
fylkis. Hann var fulltrúi þess
fylkis á þjóShátíSinni. SvipaS
þeim, er lendir saman í skipreika,
bundum viS meS okkur bræðralag
og liéldum hópinn — eins og Mark
Twain myndi nefna þaS — meðan
við dvöldum í Camrose.
Dagurinn reyndist afar heitur,
einn meS þeim heitai’i, er eg minn-
ist að hafa lifað í Canada. —
Gestanefndin hafði ýmsu öðru að
sinna en þeim, sem verið hafði
í fjallgöngum á íslandi. og kom-
ist þó til bygða. Einhvern
vegimi bar fundum okkar aldrei
saman. — Ekki geng eg þess dul-
inn, hve örðugt er aS annast ýms
aukaatriði stórþings. En svo skal
segja sögu sem hún gengur. ViS
félagar ýttumst því á árum, okkar
eigin árum, sem bezt við gátum.
En um þá hliS þingsetu okkar
verður þó ekki fjölyrt frekar.
Camrose er snotur bær. Mörg
heimili sá eg þar ríkuleg hið vtra.
Kirkjur sá eg þar margar og á-
sjálegar. NorSmenn eiga ])ar lút-
erskan mentaskóla. Ivennaraskóla
mikinn og vandað sjúkrahús sá eg
einnig. UmhverfiS kvaS einkum
bygt af NorSmönnum. NorSmenn
og Norska rílctu. LeiSbeiningar
voru ritaðar á Norsku. BókmáliS
var mér kunnugt aS fornu fari. í
því efni gat eg leiðbeint félaga
mínum.
ÞingstaSurinn var í grend viS
skólana og sjúkrahúsiS. Án efa
réði því þó hending ein. For-
stöðunefndin hafði fengiS aS láni
hei’mannatjöld þau, er stjórnin í
Albertá átti ráð á. Skildist mér, aS
fylkisstjórnin í Alberta hefði veitt
ríflegan styrk til hátíðarhaldsins.
Tel eg þaS stjórn þeirri vegsauka.
Er hér um það getið öðrum til eft-
irdæmis. Enda er stjórnarfor-
maðurinn í Alberta, Hon. J. E.
Brownlee, einna veglegastur þeirra
leiðtoga, er eg liefi séð og heyrt í
Canada. Auk þess er hann maður
háttprúSur og látlaus meS afbrigS-
um. Hann var einn þeirra, er er-
indi flutti 5. júlí. Mæltist honum
vel, en þó fanst mér erindi Mr.
Latta veigameira. Til ræðanna og
söngsins var alment talaS, vandað.