Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 107
SJÖUNDA ÁRSÞING
105
röð, er þær væru lesnar. Var hún sam-
þykt með öllum þorra atkvæða.
Þá kom og tillaga frá séra Rögnvaldi
Péturssyni, studd af B. B. Olson, um að
samþykkja skýrslu forseta. Ásmundur
Jóhannsson gerði breytingartillögu, um að
setja væntanlega þriggja manna nefnd til
að athuga skýrslu forseta. Var breyting-
artillagan feld, með öllum þorra atkvæða.
Síðan var tillaga séra Rögnvaldar sam-
þykt í einu hjóði.
Því næst gerði séra Rögnvaldur Pét-
ursson tillögu um, að skipa fimm manna
nefnd til þess að athuga og yfirfara allar
fjármálaskýrslur embættismanna. Var
hún samþykt í einu hljði. Forseti skipaði
í nefndina þá J. J. Bildfell, Pál Bjarnar-
son, Ásmund Jóhannsson, B. B. Olson og
J. S. Gillies.
Þá var samþykt tillaga frá séra Rögn-
valdi Péturssyni, studd af J. J. Bildfell,
að skipa skyldi þriggja hanna nefnd til
þess að athuga hina prentuðu dagskrá. í
nefndiná voru skipaðir séra Albert E-
Kristjánsson, O. S. Thorgeirson, og Ein-
ar Páll Jónsson.
Þá var lesin skýrsla Frónsdeildarinnar
í Winnipeg.
Þá skýrði Þorsteinn Guðmundsson frá
þvi, að Þjóðræknisdeild hefði verið mynd-
uð í Leslie, Sask. Deildin heitir “Iðunn”,
og telur 47 meðlimi. Skilaði hann nafna-
skrá og félagsgjöldum fyrir árið 1926 til
fjármálaritara. Æskti hann inngöngu í
'Þjóðræknisfélagið fyrir hönd deiklarinn-
ar. Fögnuðu þingmenn máli hans með
lófaklappi. Lagði Klemens Jónasson til
og Ásmundur Jóhannsson studdi, að þessi
deild væri tekin í félagið. Var það sam-
þykt með því, að allir stóðu á fætur.
Þá bað forseti Dr. Jóhannesi Pálssyni
frá Elfros hljóðs. Var mál hans stutt,
en öflug og sköruleg hvatning, að Þjóð-
ræknisfélagið 'beitti sér fyrir því, að
styrkja Björgvin Guðmundsson tónskáld
til frekari söngmentunar. Var gerður
hinn bezti rómur að máli hans.
Þá flutti séra Friðrik A. Friðriksson
skýrslu og kveðju frá Wynyard deildinni
“Fjallkonunni”. Kvað hann hana lifa á-
gætu lífi, og sannaði fjármálaritari orð
hans.
Þá lagði dagskrárnefnd dagskrá þá er
hér fylgir fyrir þingið.
Var hún samþykt sem hér fylgir:
1. Þingsetning.
2. Skýrslur embættismanna.
3. Bókasafnsmál.
4. Félagsheimili í Winnipegborg.
JSbr. 10. lið í skýrslu forsetaj.
5. Bóksalan ftollmálj.
6. Lesbókarmál.
7. Tímarit.
8. íslenzku kensla.
9. íþróttir.
10. Söngkensla, meðal barna og unglinga.
fSr. 2. lið í sk. fors.J
11. Útbreiðslumál JSbr. 3. og 5. 1. í sk.
fors.J
12. Grundvallarlaga breytingar.
13. Löggilding félagsins.
14. Framkvæmdarstjóraembætti ("Sbr. 11.
lið í skýrslu fors.J
15. Samvinnumál útávið.
16. Samvinnumál innávið ('Sbr. 12. lið
í sk. fors.J
17. Ólokin störf.
18. Ný mál.
19. Kosning embættismanna, á föstudag-
inn 26. febrúar, kl. 3 e. h.
Þá var samþykt tillaga um, að biðja
forseta að skipa þessum málum í þing-
nefndir samkvæmt dagskránni.
Bókasafnsmáliff: B. B. Olson geröi til-
löku, studda af Árna Eggertssyni, að
skipa skyldi þrigja manna nefnd til þess
að athuga bókasafnsmálið, ásamt þeim
tveimur, er sátu í milliþinganefnd. Var
hún samþykt í einu hljóði. í nefndina
voru skipaðir, auk A. B. Olson og Páls
Bjarnarsonar, er í milliþinganefndinni
voru, séra Fr. A. Friðiksson, Dr. J. P.
Pálsson, og Thorst. J. Gislason.
Félagsheiviili í Winnipeg: Tillaga var
samþykt frá séra Albert E. Kristjánssyni,
studd af B. B. Olson, að skipuð skyldi
þriggja manna nefnd. í nefndina voru
skipaðir séra Rögnv. Pétursson, Árni
Eggertsson, Hjálmar Gíslason.
Bóksala (tollmál). Tillaga var samþ.
að skipa í það þriggja manna nefnd. í