Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 50
Þrjú kvœði.
Elfltir séra Jónas A. Sigurðsson.
BÖLVA BÆTUR
Mér eru ljóðin 'bölva bætur,—
Blys' frá helgri sjónartaug.
Líkt og sólin sumarnætur
Sálu mína lýsa þau.
Hitni mér um hjartarætur,
Hrökkvi andans vonartaug:
Eins og svefn um svalar nætur
Sálu mína hvíla þau.
Fjarri stöövum feðra minna
Fólkorustur háÖurn þrátt.
Þá, í örvum orða þinna
ísland, fann eg tign og mátt.
Ef eg hvergi eygi gjögur,
Öndvert skerjagarÖur rís:
íslendinga ÓÖ og sögur
Allra fræöa helzt eg kýs.
Aldrei þó úr ormasævi
Æfifar mitt nái höfn:
Bera skal eg alla æfi
íslendingsins merki um dröfn.
Á LEIÐI SKÁLDS
Frá láum kumbli látins grepps,
Er lauffall boÖar haust:
Eg heyri skáldsins gleÖi og grát,
— Sem Gunnars kveði raust.
Hann dreymdi—ástir, syndir, söng.
Um sigurfrægð og auð.—
En nú eru augun, ásýnd hold,
Meö ormum daglegt brauð.
Og syndir skálds, er dæmdi drótt,—
Þær dauðinn fyrirgaf.
En andinn lifir — sigursæll,
í söng — um láð og haf.
REQUIEM
Eftir Robert Louis Stevenson.
Út' í sveit,—við sólskin nóg,
Syngið mig í grafarró.—
Glaöur lifði, glaöur dó
Til grafar hugrór fer.
Vindar leika leiði á,
Líða skýja svipir hjá;
Hvild án enda hér skal fá
Iijartað í brjósti mér.
LegstaS minn þið letriö á:—
Liggur hér, að eigin þrá,
Hehn af skipsfjöl, lieirn um sjá,
ITann, sem korninn er.