Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 47
UM FORNAN FRA.MBURÐ Æs.
45
hinna, sem .sjálfa tnnguna tala.
Þess ber vel að gæta, að núlegnr
framburður íslenzkur ábekrar ekki
e-framburðar kredduna að sama
skapi og framburður hinna tungn-
anna. Hljóðvörpin nú borin fram á
Islandi e og æ, og vekur það þegar
upp spurningu um, hvort liljóðið
sé upphaflegra. Hljóðvörpin eiga
að vera fram borin sama hljóði
eftir stafrofsritgerðinni og enginn
munur á þeim nema lengd, annað
stutt, hitt dregið, svo að æ gæti
verið upphaflega framburðar-
hljóðið alt eins vel og e, nema það,
að framburÖur hinna tungnanna
er á bandi es. Getur nú núlegur
framburður tung-unnar einn sér
skorið úr, livort liljóðiÖ sé upp-
haflegra? Þótt furÖulegt sé, virð-
ast prófessorarnir aldrei hafa
.spurt sig þessarar spurningar eða
reynt að leysa úr henni. Mál-
fræðisbækur þeirra stökkva að
minsta kosti alveg yfir það atriði,
sem baggamuninn gerir milli hljóð-
anna. Þær kenna undantekning
arlaust að i-hljóðvörp as stutts og
langs (a, á), séu e og æ, — og ef
til vill öll málfræði. Svo kennir
Málfræði Wimmers t. a. m.; en
það er ekki alls kostar rétt um
hljóðvarp as. A i-hljóðverpist
venjulega í e, en nokkur dæmi eru
til þess í tungunni, að það verpist
í æ, t. d. laginn—lægni; læknir
(fyrir lægnir, eiginl. sá, sem fær-
ir í lag); kvalir—(harm)kvæli;
hani—hæna, liæn-sn; í sumum
sagnstofnum er það algengt, svo
sem að hafa—hæfa, hæfur; hafa til
—tilhæfa, tilhæfur, tilhæfulaus;
krafa—kræfur, lag—lægur, sbr.
sjólægur, rúmlægur (af að leggja);
vaka—vækur (af að vekja); þaka
—þækur (af að þekja) þótt tíð-
hafðara sé núlegt lýsiorð tveggja
síðari sagnanna til að gegna merk-
ingunni; og þó eg muni nú ekki
eftir því, að eg hafi heyrt það í
tali, þá væri mér óhætt að taka svo
til orða t. d.: dæmin eru mörg, en
þó eru þau tæl og framar ekki
dvælt við þetta efni (í staðinn fyr-
ir teljandi og dveljandi), upp á
það, að öll alþýða skildi það og
vissi að eg færi með rétt mál, svo
ríkt er enn í vitund hennar, að
hljóÖvarpiÖ sé a—æ. Framan-
greind dæmi sýna, að núlegur
framburður tungunnar fer hér
enn með hið forna framburðar-
samræmi hljóðvarpanna og þarf
þá ekki frekar vitnanna við að hið
upphaflega framburðarhljóð æs
(eða o með lykkju) hafi í fornöld
verið æ en ekki e, þótt prófessor-
arnir kenni svo. Hið síðara dæm-
ið að framan hefir verið lesið, þá
er ritgerðin var samin: vænisk
(stutt æ) eigi góðr maðr því, þótt
vándr maðr vænisk (dregið æ)
góðum konum. Feður vorir báru
stutta hljóSvarpið fram æ, sögðu
t. d. sætja en ekki setja, sem vér
gerum, 'og í langa hljóðvarpinu
höfðu þeir sama hljóð, æ, sem og
alt af hefir haldist, og báru það
aldrei fram líkast því sem e í “vet-
ur”. Slíkur framburður er grip
inn alveg úr lausu lofti. Núlegur
framburður sannar með ritgerð-
inni afdráttarlaust, að liljóðvörpin
voru æ-hljóÖum kveðin og svo hefir
þá víkingaöldin á Norðurlöndum
að þeim kveðið. Framburði er rask-