Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 18
Tveir Þingeyingar.
Eftir Guðmuiia Friðjónsson.
I. Þorgils gjallandi. .
Hann er einhver einkennilegasti
rithöfundur þjóðar vorrar, þvílík-
ur í sundurlausu máli, sem St. G.
St. er í samföstu. Hann liét réttu
nafni, svo sem kunnugt er, Jón
Stefánsson, Mývetningur að ætt
o g heimilisfangi, bróðir Helga
Stefánssonar, Vestur- Islendings,
sem kunnur var að gáfum, og að
lokum sæmdur með ágætu erfiljóði.
St. G. St. lilóð upp leiði hans á
þann hátt og’ kastaði ekki til þess
höndunum. Helga sá eg aldrei,
né kyntist honum en Jóni var eg
þó nokkuð kunnur. Nú kemur mér
í hug að fara um liann nokkrmn
orðum, þeim til fróðleiks, sem lesa
vilja, og svo til þess að varðveita
minníng hans, að litlu leyti heldur
en engu.
Allar bókmenta- og menningar-
þjóðir láta sér ant um að bregða
birtu yfir úrvadsmenn sína og at-
gerfismenn, undir eins í lifanda
lífi, og’ ef það ferst fyrir, meðan
þeir eru ofan jarðar, þá eru þeim
gerð skil, þegar þeir eru komnir
undir grasrótina. Stórblöð og
svo tímarit senda gangbera sína
á þann hnotskóg, til að njósna um
hagi þessara manna, til að sjá hí-
bvli þeirra og umhverfi, og þó
einkanlega til að kynnast innra
rnanni þeirra, þeim daglega. Því
að hátíða útgáfa innri mannsins
kemur fram allvel í ritum þeirra
eða verkum, og þarf ekki heim til
úrvalsmaninanna eftir þeirri
mynd. Birt eru samtöl við þessa
menn og svo að endalyktum bréf
þeirra og endurminningar, ef tii
eru. Bithöfundar og listamenn
eru oft einkennilegir í háttum,
r.érlegir og inniluktir að ýmsu
leyti. Orsökin mun vera sú, að
þeir hafa og eiga önnur áhugaefni
og hugðarmál, en grannarnir. Fer
þá svo, að hvorirtveggja ganga á
bug við liinn, eða jafnvel óvirða
þeir hvorir aðra, annað hvort með
orðum, eða þá með þögn. Kynn-
ing- við þessa menn, og þó fremur
frásögn um þá, skýrir ýmislegt í
verkum þeirra, bregður Ijósi vfir
þau, ef svo mætti að orði kveða,
og lyftir þeim upp á sjónarhæð og
vaðberg'.
Vér Islendingar, beggja megin
Atlantshafs erum eftirbátar ann-
ara þjóða í þessum efnum. Því
fer svo fjarri, að brugðið sé ljósi
yfir listamenn vora og' ritíiöf-
unda, að hitt mætti heldur segja
með sanni, að skóbæturnar séu
eftir þeim taldar, roðin og skóf-
irnar, og' að nærri stappi því
.stundum, að etju-rökkum sé á þá
sigað, ef t-il þeirra sést á þjóðgöt-
unni.
— — Einn þeirra rithöfunda
vorra, sem misskilningur og þögn
hafa sezt að, er Þorgils gjallandi.
Þegar sögur hans komu fyrst á
flot, þóttu þær naumast liús hæf-
ar. Eg minnist þess t. d., að eg