Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 134
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011134
dregið úr hegðUnarerfiðleikUm
Áhrif virknimats og stuðningsáætlunar á virka þátttöku nemenda
Alls voru gerðar 116 grunnlínumælingar á virkri þátttöku hjá fjórum leikskólabörnum,
25 grunnskólanemendum og einum framhaldsskólanemanda og reyndust þau að
meðaltali taka þátt í 41,1% af 20 mínútna athugunartímum. Eftir að stuðningsáætl-
anir voru komnar í framkvæmd voru gerðar 120 mælingar sem sýndu að virk þátt-
taka nemenda hafði aukist upp í 76,8% af 20 mínútna athugunartímum að meðaltali
(sjá töflu 3 og mynd 3). Breytingarnar á miðgildum meðaltalanna voru tölfræðilega
marktækar hjá grunnskólanemendum og hjá hópnum í heild, en vegna lítils fjölda
þátttakenda voru ekki gerð marktektarpróf með gögnum úr leikskólunum og fram-
haldsskólanum. Aðlagaðar áhrifsstærðir virknimats og stuðningsáætlunar reyndust
vera d = 1,4 til 2,0 eða d = 1,3 fyrir hópinn í heild, sem eru sterk áhrif (Cohen, 1988),
sjá töflu 3.
Tafla 3. Lýsandi tölfræði um áhrif stuðningsáætlunar á hlutfall virkrar þátttöku í deildar- eða
bekkjarstarfi hjá nemendum í leik-, grunn- og framhaldsskólum ásamt niðurstöðum
Wilcoxon-marktektarprófs og áhrifsstærðum.
Fyrir virknimat
og stuðningsáætlun
Eftir virknimat
og stuðningsáætlun
Breyting
á miðgildi
Aðlöguð
áhrifsstærð
Skólastig n (mæl.) M Sf Miðg. n (mæl.) M Sf Miðg. (%)
Leikskóli 4(19) 46,4 19,4 38,3 5(17) 85,6 9,7 86,6 +126,1%‡ 1,7
Grunnskóli 25(92) 40,1 27,5 41,7 25(97) 75,7 19,7 77,5 +85,9%*** 1,4
Framhalds-
skóli
1(5) 40,4 12,1 41,4 1(6) 69,5 20,8 69,5 +67,9%‡ 2,0
Heild 30(116) 41,1 26,2 41,5 31(120) 76,8 18,9 79,6 +91,8%*** 1,4
n: Fjöldi þátttakenda þar sem virk þátttaka var mæld
mæl.: Fjöldi mælinga á virkri þátttöku á hverju skeiði
M: Meðaltal mælinga
Sf: Staðalfrávik mælinga
***p< 0,001; ‡Marktekt breytinga á miðgildi var reiknuð með pöruðu Wilcoxon-prófi aðeins fyrir þær
breytur þar sem gögn lágu fyrir frá sjö eða fleiri þátttakendum.
Aðlöguð áhrifsstærð var reiknuð með síðustu þremur mælingum grunnlínu- og íhlutunarskeiðs, með
sameinuðu staðalfráviki og að teknu tilliti til sjálffylgni milli endurtekinna mælinga, sjá nánar í kafla
um aðferð.