Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 135
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 135
anna- l ind pétUrsdótt i r
Mynd 3. Miðgildi meðaltalshlutfalla virkrar þátttöku í deildar- eða bekkjarstarfi hjá nemendum
í leik-, grunn- og framhaldsskólum fyrir og eftir framkvæmd stuðningsáætlana sem
byggðust á virknimati.
Leikskóli Grunnskóli Framhaldsskóli
Skólastig
100
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Fyrir íhlutun
Eftir íhlutun
‡ ‡***
H
lu
tfa
ll
vi
rk
ra
r þ
át
ttö
ku
á
2
0
m
ín
út
um
%
*** p< 0,001 skv. Wilcoxon-marktektarprófi, sjá töflu 1
‡ Marktektarpróf voru ekki gerð vegna lítils fjölda þátttakenda
umræða
Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna hvaða breytingar yrðu á langvarandi
hegðunarerfiðleikum nemenda þegar háskólanemar á námskeiði um hegðunar- og
tilfinningaerfiðleika barna beittu virknimati og stuðningsáætlunum á vettvangi. Í
ljós kom að þegar þessar aðferðir voru notaðar dró verulega úr truflandi hegðun eða
árásarhegðun nemenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum og virk þátttaka þeirra í
deildar- eða bekkjarstarfi jókst. Niðurstöðurnar sýna að þjálfun háskólanema í upp-
eldis- og menntunarfræðum í að beita aðferðum virknimats og einstaklingsáætlunar
á vettvangi getur haft bein jákvæð áhrif til að draga úr langvarandi hegðunarerfið-
leikum nemenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum.
Áhrif virknimats og stuðningsáætlunar á hegðun og virka þátttöku
Einstaklingarnir sem valdir voru til þátttöku höfðu allir langa sögu um hegðunar-
erfiðleika. Sumir höfðu sýnt erfiða hegðun nær alla ævi. Engu að síður urðu tals-
verðar breytingar á hegðun og virkri þátttöku þeirra í deildar- eða bekkjarstarfi í kjöl-
far virknimats og stuðningsáætlunar. Þessar jákvæðu breytingar eru í samræmi við
niðurstöður annarra rannsókna sem hafa sýnt að þessi vinnubrögð draga úr truflandi
hegðun og auka virka þátttöku í leikskólum (Blair o.fl., 2007, 2010; Chandler o.fl.,
1999) og grunnskólum (Anna-Lind Pétursdóttir og Guðrún Björg Árnadóttir, 2011;
Lane o.fl., 1999; O´Neill og Stephenson, 2009; Reid og Nelson, 2002). Fyrir íhlutun
komu að meðaltali fyrir rúmlega átta tilvik um truflandi hegðun og sex tilvik um
árásarhegðun á 20 mínútna athugunartímum hjá hópnum í heild, en fækkaði í eitt til