Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 98

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 98
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201198 „mín köllUn er að hJálpa og reyna að láta gott af mér leiða“ vinaböndum. Starfið getur farið fram á eigin vegum eða á vegum sjálfboðaliðasam- taka (t.d. Rauða krossins) og stofnana (t.d. skóla), ýmist í þágu nær- eða fjærsam- félags sjálfboðaliðans. Vinnuframlagið getur verið framtak sjálfboðaliðans eða hluti af skyldu í tengslum við uppeldis- og menntunarstarf. Þátttaka. Þátttaka fólks í sjálfboðaliðastörfum er almennt talin góð á Norðurlöndum í samanburði við aðrar þjóðir. Í samantekt Matthies (2006) kemur fram að þátttaka fólks nemi rúmum 50% bæði í Noregi og Svíþjóð, 40% á Íslandi, 35% í Danmörku og 33% í Finnlandi. Í alþjóðarannsókn Johns Hopkins Center for Civil Society (36 lönd) kemur aftur á móti fram að aðeins tvö lönd fyrir utan Noreg (52%) og Svíþjóð (28%) nái yfir 20% þátttöku (Bretland 30% og Bandaríkin 22%). Þátttaka fólksins nam frá 0,1% til 52% og var 10% að meðaltali (Center for Civil Society Studies at the Johns Hopkins Institute for Policy Studies, e.d.). Hafa ber þó í huga að sjálfboðaliðastörf á Norður- löndum eru að mestu í kringum íþróttahreyfingar, tómstundir og menningarmál en síður í tengslum við félagsleg velferðar- og mannúðarmál eins og í mörgum ríkjum Evrópu (Matthies, 2006; Steinunn Hrafnsdóttir, 2006) og í Bandaríkjunum (Yates og Youniss, 1999). Einnig ber að hafa í huga að oft eru mismunandi mælingar notaðar til að mæla þátttöku í sjálfboðaliðastörfum og það gerir samanburðinn torveldari. Rannsóknir á þátttöku 16–29 ára ungmenna í sjálfboðaliðastarfi á vegum félaga og stofnana sýna að þau taka helst þátt í tómstundastarfi (23%) og trúfélögum (18%), en þátttaka í góðgerðastarfi (5%), pólitík og starfi baráttusamtaka (5%) og fagfélaga (2,5%) er minni (Steinbuka og Mercy, 2009). Stúlkur reynast frekar taka þátt í trú- félaga- og góðgerðastarfi, en piltar í pólitík og starfi baráttusamtaka og fagfélaga. Hér á landi sögðust 30% fólks á aldrinum 18–24 ára hafa tekið þátt í sjálfboðaliða- starfi á síðustu 12 mánuðum árið 2005 (25–34 ára: 38%; 35–44 ára: 51%; 45–54 ára: 42%; 55–64 ára: 47%; 65–80 ára: 20%; Steinunn Hrafnsdóttir, 2005). Til samanburðar má nefna sem dæmi að í Danmörku var hlutfallið 20% í aldurshópnum 18–29 ára árið 2004 (Habermann, Henriksen, Ibsen og Koch-Nielsen, 2006) og í Bandaríkjunum 22% í aldurshópnum 16–24 ára árið 2008 (United States Department of Labor, 2010). Langtímarannsóknir benda til þess að þátttaka ungmenna í sjálfboðaliðastarfi og samfélagsþjónustunámi (e. service learning) hafi gott forspárgildi fyrir frekari sjálf- boðaliðaþátttöku þeirra á lífsleiðinni (t.d. Astin, Sax og Avalos, 1999; Hart, Donnelly, Youniss og Atkins, 2007). Rannsókn frá árinu 2001 sýndi að tveir þriðju hlutar sjálf- boðaliða á fullorðinsaldri höfðu gerst sjálfboðaliðar á unga aldri og þeir sem byrjuðu ungir og áttu foreldra sem voru í sjálfboðaliðastarfi voru örlátari á tíma sinn til sjálf- boðaliðastarfa (sjá yfirlit Snyder og Omoto, 2009). Áhugi á þátttöku. Nokkrir rannsakendur hafa beint athyglinni að ástæðum fyrir áhuga ungs fólks á því að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi, hvort sem það er innan eða utan skyldunáms í skóla (sjá t.d. Gaskin, 2004). Flestar rannsóknanna felast í spurninga- listakönnunum. Í The 1997 National Survey of Volunteering (Smith, 1998) kom m.a. fram að fjölskyldan væri einn meginhvatinn að þátttöku ungs fólks (18–24 ára) í sjálfboða- liðastarfi en einnig væri algengt að það væri beðið að taka þátt. Eldri ungmennin fengju einnig tækifæri til þátttöku í tengslum við háskólanám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.