Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 24

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 24
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201124 raddir Ungs fólks Um stærðfræðinám Viðmælendur okkar voru almennt á þeirri skoðun að það væri kominn tími til að konur væru meira sýnilegar í samfélaginu, eins og einn viðmælandi okkar sagði: „Mér finnst það bara flott, alveg meiriháttar, það á að vera þannig.“ samantEkt og umræður Í viðtölum okkar koma fram dæmi um sjónarmið og hugmyndir ungs fólks á Íslandi um stærðfræði og stærðfræðinám. Með því að flokka inntakið í meginþemu og undir- þemu er sjónum beint að fjölbreyttum þáttum sem skýrt koma fram í gögnunum. Meginþemun, hefðbundið stærðfræðinám og kynjamyndir, afmarka þá tvo megin- þætti sem greina má. Viðmælendur lýstu stærðfræðikennslu þar sem kennarinn leggur fram áætlun um reikning dæma úr námsbók. Sumir kennarar þeirra útskýrðu aðferðir við reikninginn fyrir nemendahópnum og gengu svo á milli og hjálpuðu meðan aðrir gerðu ráð fyrir að nemendur ynnu sjálfstætt allan tímann og kennarinn hjálpaði hverjum og einum. Ummæli þeirra styrkja þá mynd af stærðfræðikennslu hér á landi að megináhersla sé lögð á að komast áfram í námsbók. Nemendur hafa svo frelsi til að spyrja og það fer því ekki síður eftir þeim sjálfum hve djúpt er kafað í efnið hverju sinni. Megin- hlutverk stærðfræðikennarans virðist vera að skapa aðstæður og vera til staðar til að útskýra. Þessi mynd sem við höfum hér eftir viðmælendum okkar er í samræmi við niðurstöður Savola (2008) sem lýsir uppbyggingu íslenskra kennslustunda sem annars vegar einstaklingsmiðaðri kennslu og hins vegar upprifjun–kennslu–æfingu. Viðmælendur sögðust almennt hafa haft áhuga á stærðfræðinámi sínu en þó kom sterkt fram að þar skipti kennarinn miklu máli. Þekking, skilningur og áhugi kennar- ans á faginu og nemendunum var talinn hafa mikil áhrif. Viðhorf viðmælendanna var að þeir gengju inn í heim sem kennarinn hefði skipulagt. Skólaumhverfið er mótað af félags- og menningarlegum þáttum samfélagsins og þátttaka í skólaumhverfinu gefur ákveðin tækifæri til þekkingarsköpunar. Nemendahópurinn er í gagnvirku sambandi við skólaumhverfi sitt þar sem kennarinn er persónugervingur samfélagsins. Hug- myndir nemenda um tækifæri sín til stærðfræðináms mótast af fyrri reynslu og sam- félagslegum viðhorfum til slíks náms. Viðhorf nemenda hafa áhrif á það hvernig þeir nálgast námið og hvaða möguleika þeir sjá. Það kemur fram hjá viðmælendum að þeir sjá ólík tækifæri til náms eftir því hver kennarinn er. Áberandi var hve mikla áherslu viðmælendur lögðu á tilfinningalega þætti þegar þeir ræddu um stærðfræðinám sitt. Stúlkurnar í hópnum drógu fram mikilvægi skiln- ings og áhrif hans á áhuga. Oft kom fram í viðtölunum hjá báðum kynjum að það að skilja eitthvað eftir að hafa velt því fyrir sér vakti miklar og jákvæðar geðsveiflur. Stúlkurnar frekar en drengirnir ræða um að séu dæmi reiknuð án þess að skilja hvers vegna svarið verður rétt minnki áhuginn fljótt og að þeim finnist tilgangslaust að vera að leysa dæmi á þann hátt. Boaler (2008) kemst að sömu niðurstöðu. Hún heldur því fram um stúlkur að þær vilji vita af hverju tilteknar aðferðir virki, hvaðan þær komi og hvernig megi tengja þær við aðrar aðferðir og aðra stærðfræðiþekkingu. Fram kemur hjá henni að drengir vilji gjarnan vita það líka en að það skipti þá ekki eins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.