Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 123

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 123
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 123 anna- l ind pétUrsdótt i r Til er fjöldi uppbyggilegra aðferða til að fyrirbyggja og draga úr erfiðri hegðun – og aðeins ef þær aðferðir duga ekki gæti reynst nauðsynlegt að grípa til tímabundinnar, mildrar refsingar til að stöðva hættulega eða ógnandi hegðun. Hins vegar krefst það þekkingar og lagni að nota refsingar á þann hátt að þær dragi í raun og veru úr erfiðri hegðun en hafi ekki þveröfug áhrif eða valdi neikvæðum tilfinningalegum aukaverk- unum (Lerman og Vorndran, 2002; Mayer, 1995). Vankantar við að nota aðgreind sérúrræði fyrir einstaklinga með hegðunarerfiðleika Hér á landi er unnið eftir stefnu skóla án aðgreiningar þar sem markmiðið er að koma til móts við náms- og félagslegar þarfir allra nemenda í almennum grunnskóla (Reglu- gerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010). Þrátt fyrir þessa yfirlýstu stefnu hefur lengi tíðkast að kenna nemendum með alvarlega hegðunar- og tilfinn- ingalega erfiðleika í sérskólum, sérdeildum eða sérstökum meðferðarhópum. Þegar slíkum sérúrræðum er beitt er yfirleitt lögð áhersla á að auka félags- og samskipta- færni með það að markmiði að nemendur verði færari um að stunda nám í almennu skólaumhverfi (t.d. Brúarskóli, 2011). Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að þrátt fyrir ítrustu viðleitni, reynslu og þekkingu þeirra sem að slíkum hópúrræðum koma er hætta á að þau ýti undir þróun andfélagslegrar hegðunar (t.d. Dishion, McCord og Poulin, 1999). Í hópi ungmenna með langa sögu um andfélagslega og árásargjarna hegðun eru meiri líkur á neikvæðum fyrirmyndum og styrkingu óæskilegrar hegðunar, svokall- aðri „þjálfun í frávikshegðun“ (e. deviancy training), en þegar meirihluti ungmenn- anna hefur ekki slíka neikvæða sögu (Dishion o.fl., 1999). Þegar Dishion, Spracklen, Andrews og Patterson (1996) greindu samtöl ungmenna með alvarlega hegðunarerfið- leika kom til að mynda í ljós mun meiri félagsleg styrking (s.s. hlátur, undirtektir) á andfélagslegum umræðuefnum sem tengdust hegðun sem var á skjön við viðtekin gildi en í samtölum ungmenna án slíkra erfiðleika. Þegar staða þessara sömu ung- menna var skoðuð tveimur árum síðar kom í ljós að þau sem höfðu verið í miklum samskiptum við önnur ungmenni með hegðunarerfiðleika voru mun líklegri til að neyta fíkniefna og stunda afbrot en ungmenni sem höfðu átt samneyti við aðra sem ekki styrktu frávikshegðun (Dishion o.fl., 1996). Nemendur sem flosna upp úr námi, sýna andfélagslega hegðun, neyta fíkniefna og leiðast út í afbrot á unga aldri eru lík- legir til að eiga í miklum erfiðleikum fram á fullorðinsár og verða háðir framfærslu hins opinbera (Bradley o.fl., 2008). Hvað skilar betri árangri? Stigskiptar aðferðir til að mæta ólíkum þörfum öll börn þurfa stuðning við að sýna viðeigandi hegðun og fyrir flest þeirra duga al- mennar aðferðir við hegðunar- eða bekkjarstjórnun, s.s. skýrt skipulag, vel skilgreindar reglur og jákvæð styrking. Með öflugum, almennum, fyrirbyggjandi aðgerðum er hægt að draga úr hlutfalli nemenda sem þurfa sértækari úrræði (t.d. Sørlie og Ogden,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.