Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 154

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 154
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011154 fJölbreyttar leiðir í námsmati ætti að skýra stefnu aðalnámskrár og aðstoða kennara við að uppfylla kröfur um fjöl- breytt, áreiðanlegt, óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt námsmat. Erna Ingibjörg Pálsdóttir hefur gert námsmat að áhugasviði sínu og lagt áherslu á að kynna sér fjölbreyttar leiðir til námsmats. Niðurstöður úr nýlegri meistaraprófs- rannsókn hennar benda til þess að talsvert vanti á að kennarar hafi tileinkað sér fjöl- breyttar námsmatsaðferðir. Þó svo að kennarar hafi ólíkar áherslur í matsaðferðum, eftir því á hvaða aldursstigi þeir kenna, er megináherslan í námsmati þeirra á skrifleg próf til að meta þekkingu nemenda (Erna I. Pálsdóttir, 2006). Höfundur segir megintil- gang bókarinnar Fjölbreyttar leiðir í námsmati vera að skoða sem flesta þætti námsmats í skólum í þeim tilgangi að efla það og gera það sem áreiðanlegast. Væntir höfundur þess að bókin nýtist kennurum sem hugmyndabanki að fjölbreytilegum aðferðum í námsmati. Efni bókarinnar segist höfundur sækja í efni sem hann safnaði í tengslum við meistaraprófsverkefni sitt um námsmat og einnig er notað efni af námskeiði um námsmat hjá Educational Testing Service; Assessing Training Institute í Portland í Bandaríkjunum. Í bókinni eru einnig gögn og hugmyndir frá íslenskum kennurum. Bókin er góð blanda af fræðilegri umfjöllun og hagnýtum hugmyndum. Í formála kemur sýn höfundar á tilgang og hlutverk námsmats skýrt fram. Leggur hann áherslu á að fjölþætt hlutverk námsmats í skólastarfi eigi að styðja nemendur og auðvelda þeim námsferlið og þar með að stuðla að bættum árangri þeirra. Enn fremur að náms- mat eigi að styðja kennara í starfi og hafa upplýsingagildi fyrir nemendur, foreldra og aðra þá aðila sem málið varðar. Þessari sýn er höfundur trúr í umfjöllun sinni í allri bókinni. Bókin skiptist í sex aðalkafla auk lokaorða, heimildaskrár, atriðisorðaskrár og fylgi- skjala. Hver kafli hefst á opnum spurningum sem höfundur leitast við að svara í köfl- unum. Þessar spurningar leiða lesandann vel að innihaldi kaflanna og gera efnisþætti bókarinnar aðgengilega. Mikið er af töflum og gátlistum í bókinni sem gætu truflað einhverja, en ég tel að einmitt þar komi fram hagnýtt gildi bókarinnar og tenging við skólastarf. Uppbygging allra kafla er svipuð. Fyrst er fjallað um efnið á fræðilegan hátt og síðan er það útfært nánar í hagnýtum hugmyndum í formi gátlista eða ýmissa matsgagna sem kennarar af öllum skólastigum ættu að geta nýtt sér á einhvern hátt. Í Inngangi, sem merktur er sem fyrsti kafli bókarinnar, er stutt en greinargott yfirlit um námsmat, próf og mælingar í skólastarfi. Fjallað er um hugtakið námsmat og gerð grein fyrir fjölþættri merkingu hugtaksins og ágætlega er greint á milli þeirra hugtaka sem helst eru notuð. Einnig er hlutverki námsmats í skólastarfi gerð góð skil, t.d. er ágætlega skilgreindur munurinn á tilgangi leiðsagnarmats og lokamats. Lesandinn er í stuttu máli settur vel inn í fjölmargar námsmatsaðferðir, tilgang þeirra og hlutverk. Annar kafli hefst á stuttu sögulegu yfirliti um þróun námsmats sem höfundur tengir við íslensk lög og námskrár. Í kaflanum eru grundvallarþættir námsmats ágæt- lega skýrðir og fjallað um mikilvægt hlutverk kennara í vönduðu námsmatsferli. Fjöl- margir gátlistar eru í kaflanum sem minna kennara á hlutverk sitt og leiða þá áfram, en þeir eru ekki síður vel til þess fallnir að kennarar ígrundi eigið starf. Í kaflanum er einnig fjallað um hugmyndir að því hvernig skólinn í heild eða kennarateymi geta þróað vinnu við fjölbreytt námsmat. Mikil áhersla er hér lögð á sjálfsskoðun kennara og einnig skólasamfélagsins í heild sem leið til þróunar í starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.