Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 154
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011154
fJölbreyttar leiðir í námsmati
ætti að skýra stefnu aðalnámskrár og aðstoða kennara við að uppfylla kröfur um fjöl-
breytt, áreiðanlegt, óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt námsmat.
Erna Ingibjörg Pálsdóttir hefur gert námsmat að áhugasviði sínu og lagt áherslu á
að kynna sér fjölbreyttar leiðir til námsmats. Niðurstöður úr nýlegri meistaraprófs-
rannsókn hennar benda til þess að talsvert vanti á að kennarar hafi tileinkað sér fjöl-
breyttar námsmatsaðferðir. Þó svo að kennarar hafi ólíkar áherslur í matsaðferðum,
eftir því á hvaða aldursstigi þeir kenna, er megináherslan í námsmati þeirra á skrifleg
próf til að meta þekkingu nemenda (Erna I. Pálsdóttir, 2006). Höfundur segir megintil-
gang bókarinnar Fjölbreyttar leiðir í námsmati vera að skoða sem flesta þætti námsmats
í skólum í þeim tilgangi að efla það og gera það sem áreiðanlegast. Væntir höfundur
þess að bókin nýtist kennurum sem hugmyndabanki að fjölbreytilegum aðferðum í
námsmati. Efni bókarinnar segist höfundur sækja í efni sem hann safnaði í tengslum
við meistaraprófsverkefni sitt um námsmat og einnig er notað efni af námskeiði um
námsmat hjá Educational Testing Service; Assessing Training Institute í Portland í
Bandaríkjunum. Í bókinni eru einnig gögn og hugmyndir frá íslenskum kennurum.
Bókin er góð blanda af fræðilegri umfjöllun og hagnýtum hugmyndum. Í formála
kemur sýn höfundar á tilgang og hlutverk námsmats skýrt fram. Leggur hann áherslu
á að fjölþætt hlutverk námsmats í skólastarfi eigi að styðja nemendur og auðvelda
þeim námsferlið og þar með að stuðla að bættum árangri þeirra. Enn fremur að náms-
mat eigi að styðja kennara í starfi og hafa upplýsingagildi fyrir nemendur, foreldra og
aðra þá aðila sem málið varðar. Þessari sýn er höfundur trúr í umfjöllun sinni í allri
bókinni.
Bókin skiptist í sex aðalkafla auk lokaorða, heimildaskrár, atriðisorðaskrár og fylgi-
skjala. Hver kafli hefst á opnum spurningum sem höfundur leitast við að svara í köfl-
unum. Þessar spurningar leiða lesandann vel að innihaldi kaflanna og gera efnisþætti
bókarinnar aðgengilega. Mikið er af töflum og gátlistum í bókinni sem gætu truflað
einhverja, en ég tel að einmitt þar komi fram hagnýtt gildi bókarinnar og tenging við
skólastarf. Uppbygging allra kafla er svipuð. Fyrst er fjallað um efnið á fræðilegan
hátt og síðan er það útfært nánar í hagnýtum hugmyndum í formi gátlista eða ýmissa
matsgagna sem kennarar af öllum skólastigum ættu að geta nýtt sér á einhvern hátt.
Í Inngangi, sem merktur er sem fyrsti kafli bókarinnar, er stutt en greinargott yfirlit
um námsmat, próf og mælingar í skólastarfi. Fjallað er um hugtakið námsmat og gerð
grein fyrir fjölþættri merkingu hugtaksins og ágætlega er greint á milli þeirra hugtaka
sem helst eru notuð. Einnig er hlutverki námsmats í skólastarfi gerð góð skil, t.d. er
ágætlega skilgreindur munurinn á tilgangi leiðsagnarmats og lokamats. Lesandinn er
í stuttu máli settur vel inn í fjölmargar námsmatsaðferðir, tilgang þeirra og hlutverk.
Annar kafli hefst á stuttu sögulegu yfirliti um þróun námsmats sem höfundur
tengir við íslensk lög og námskrár. Í kaflanum eru grundvallarþættir námsmats ágæt-
lega skýrðir og fjallað um mikilvægt hlutverk kennara í vönduðu námsmatsferli. Fjöl-
margir gátlistar eru í kaflanum sem minna kennara á hlutverk sitt og leiða þá áfram,
en þeir eru ekki síður vel til þess fallnir að kennarar ígrundi eigið starf. Í kaflanum
er einnig fjallað um hugmyndir að því hvernig skólinn í heild eða kennarateymi geta
þróað vinnu við fjölbreytt námsmat. Mikil áhersla er hér lögð á sjálfsskoðun kennara
og einnig skólasamfélagsins í heild sem leið til þróunar í starfi.