Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 72

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 72
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201172 horft Um öxl svo sem kennara, foreldra eða rekstraraðila. Á allra síðustu árum hafa í auknum mæli komið fram rannsóknir þar sem leitað er eftir sjónarmiðum barnanna sjálfra sem í stofnununum dvelja. Þegar börn hefja grunnskólagöngu á Íslandi hafa allflest þeirra verið í leikskóla í fjögur ár. Samt eru það mikilvæg tímamót þegar börn hætta í leikskóla og hefja grunnskólagöngu. Umgjörð þessara stofnana er ólík, félagslegt samhengi þeirra er nýtt fyrir börnin og námskröfur eru aðrar (Dockett og Perry, 2006, 2007; Jóhanna Einarsdóttir, 2006a, 2007b). Börn eru búin undir þessar breytingar með ýmsum hætti í sínu félagslega umhverfi. Sú rannsókn sem kynnt er í þessari grein var unnin með börnum í fyrsta bekk grunnskóla með það að markmiði að skoða hvernig þau minnast leikskóladvalarinnar og hvaða þættir það eru í leikskólanum sem þau telja að hafi undirbúið þau fyrir grunnskólagönguna. Jafnframt voru viðbrögð leikskólakennara barnanna við þeim sjónarmiðum sem komu fram hjá börnunum skoðuð. sjónarmið barna Á undanförnum tveimur áratugum hefur aukin áhersla verið lögð á að hlusta á raddir barna til að öðlast skilning á námi þeirra, lífi og reynslu. Þessi þróun tekur mið af þeim kenningum og hugmyndum að barnæskan sé félagslega mótuð og að börn séu sjálf- stæðir borgarar með eigin viðhorf og sjónarmið. Litið er svo á að börn séu hæf og fær um að taka þátt í samfélaginu og láta í ljósi skoðanir sínar og hafa áhrif á umhverfi sitt. Litið er á skoðanir barna sem mikilvægar og barnæskuna sem afmarkað rann- sóknarefni (Christensen og James, 2000; Christenson, 1999; Corsaro, 1997; Dockett, Jóhanna Einarsdóttir og Perry, 2009; James og Prout, 1997; Jóhanna Einarsdóttir, 2008a, 2008c; Qvortrup, 1994, 2002). Sýn á ung börn sem hæfa borgara með eigin réttindi og skyldur má rekja til Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Sameinuðu þjóðirnar, 1989) og nýlegrar við- bótar við samninginn sem tekur sérstaklega til barna yngri en átta ára og réttar þeirra til að taka þátt í ákvörðunum er varða þeirra eigið líf og láta í ljós skoðanir sínar (United Nations, 2005). Litið er svo á að börn hafi rétt til að láta í ljós skoðanir sínar og séu hæf til að gefa upplýsingar um eigin reynslu og sjónarmið sem taka beri alvar- lega. Í rannsóknum er nú leitast við að fræðast um þekkingu barna, sjónarmið og áhuga með því að nota fjölbreyttar aðferðir sem henta ólíkum börnum í ólíkum aðstæðum. Þegar unnar eru rannsóknir þar sem leitað er eftir áliti barna á málefnum sem þau varða er talað um að gera rannsóknir með börnum í stað rannsókna á börnum (Corsaro og Molinari, 2000a; Mayall, 2000; O'Kane, 2000). Eftir því sem rannsóknum með ungum börnum hefur fjölgað hefur í auknum mæli verið fjallað um ýmsar áskoranir tengdar þátttöku barna í rannsóknum og rann- sakendur hafa bent á álitamál og þversagnir í tengslum við rannsóknir með börnum (Dockett o.fl., 2009; Eide og Winger, 2005; Jóhanna Einarsdóttir, 2007b; Kjørholt, 2005; Schiller og Jóhanna Einarsdóttir, 2009). Bent hefur verið á að með því að efla og hlusta á raddir barna sé sú hætta fyrir hendi að aðeins heyrist raddir hinna sterku í barnahópnum og þær séu síðan túlkaðar sem raddir allra barna en þeim börnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.