Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 83
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 83
Jóhanna einarsdóttir
leikskólanum beindu þau sjónum að þáttum eins og sjálfstæði, að læra reglurnar, læra
bókstafina og teikna:
Magnús: Við lærðum að líta til beggja hliða.
Birta: Við lærðum að skrifa stafi.
Fjóla: Að rétta upp hönd.
Lára: Ég lærði að teikna vel.
Adam: Soldið að klæða sig í föt.
Samskipti, mannasiðir og sjálfstraust voru nefnd í mörgum hópunum sem mikilvægir
þættir sem þau höfðu lært í leikskólanum.
Anna: Já, einhvern veginn þannig að vera ekki svakalega feiminn og eitthvað svo-
leiðis.
Björg: Leika sér fallega og ekki að skilja út undan og ekki meiða.
Sólrún: Mmmmm, sko, að sitja kjurr og fallega.
Þegar börnin ræddu um það sem þeim fannst gagnlegt að hafa lært í leikskólanum
og nýttist þegar þau byrjuðu í grunnskólanum töluðu þau um atriði sem þeim fannst
hafa undirbúið þau fyrir grunnskólann. Þau nefndu einstök viðfangsefni og þema-
verkefni, einstaka námsþætti, mikilvægi þess að þekkja reglur skólans og haga sér rétt
og vita til hvers var ætlast af þeim. Haraldur nefndi t.d. að hann hefði verið tilbúinn
að læra um mannslíkamann þegar hann kom í skólann:
Það var þarna eitt sem mér fannst alveg létt þarna sem við áttum að læra í skólanum.
Það var út af því að ég var í beinagrindahópnum í leikskólanum og við vorum að
fjalla um líkamann og svo þegar við komum að beinagrindum, þá var svo létt fyrir
mig að skrifa og allt.
Mörg börnin nefndu að þau hefðu æft sig í að sitja kyrr og vera hljóð og gera það sem
ætlast var til af þeim í leikskólanum og það hefði komið að gagni í grunnskólanum.
Í dæminu hér fyrir neðan orðar Signý þessa skoðun þegar hún var spurð hvort hún
hefði lært eitthvað gagnlegt fyrir grunnskólann þegar hún var í leikskóla.
Signý: Að sitja kjurr … og svo að hafa hljóð í skólanum og á frístundaheimilinu.
R.: Þú ert búin að æfa þig í því?
Signý: Mmm.
R.: Er eitthvað meira svona sem þú getur sagt mér frá? Sem þú ert búin að æfa þig í?
Signý: Mmmm og líka að vera ekki mikið á ferð að labba um stofuna í skólanum.
R.: Já?
Signý: Og svo líka að hafa hljóð og syngja bara í tónmennt.
R.: Varstu eitthvað búin að æfa þig í því í leikskólanum?
Signý: Jamm.
R.: Segðu mér aðeins frá því.
Signý: Sko, hérna, að syngja með þegar átti að syngja með og vera dugleg.