Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 83

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 83
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 83 Jóhanna einarsdóttir leikskólanum beindu þau sjónum að þáttum eins og sjálfstæði, að læra reglurnar, læra bókstafina og teikna: Magnús: Við lærðum að líta til beggja hliða. Birta: Við lærðum að skrifa stafi. Fjóla: Að rétta upp hönd. Lára: Ég lærði að teikna vel. Adam: Soldið að klæða sig í föt. Samskipti, mannasiðir og sjálfstraust voru nefnd í mörgum hópunum sem mikilvægir þættir sem þau höfðu lært í leikskólanum. Anna: Já, einhvern veginn þannig að vera ekki svakalega feiminn og eitthvað svo- leiðis. Björg: Leika sér fallega og ekki að skilja út undan og ekki meiða. Sólrún: Mmmmm, sko, að sitja kjurr og fallega. Þegar börnin ræddu um það sem þeim fannst gagnlegt að hafa lært í leikskólanum og nýttist þegar þau byrjuðu í grunnskólanum töluðu þau um atriði sem þeim fannst hafa undirbúið þau fyrir grunnskólann. Þau nefndu einstök viðfangsefni og þema- verkefni, einstaka námsþætti, mikilvægi þess að þekkja reglur skólans og haga sér rétt og vita til hvers var ætlast af þeim. Haraldur nefndi t.d. að hann hefði verið tilbúinn að læra um mannslíkamann þegar hann kom í skólann: Það var þarna eitt sem mér fannst alveg létt þarna sem við áttum að læra í skólanum. Það var út af því að ég var í beinagrindahópnum í leikskólanum og við vorum að fjalla um líkamann og svo þegar við komum að beinagrindum, þá var svo létt fyrir mig að skrifa og allt. Mörg börnin nefndu að þau hefðu æft sig í að sitja kyrr og vera hljóð og gera það sem ætlast var til af þeim í leikskólanum og það hefði komið að gagni í grunnskólanum. Í dæminu hér fyrir neðan orðar Signý þessa skoðun þegar hún var spurð hvort hún hefði lært eitthvað gagnlegt fyrir grunnskólann þegar hún var í leikskóla. Signý: Að sitja kjurr … og svo að hafa hljóð í skólanum og á frístundaheimilinu. R.: Þú ert búin að æfa þig í því? Signý: Mmm. R.: Er eitthvað meira svona sem þú getur sagt mér frá? Sem þú ert búin að æfa þig í? Signý: Mmmm og líka að vera ekki mikið á ferð að labba um stofuna í skólanum. R.: Já? Signý: Og svo líka að hafa hljóð og syngja bara í tónmennt. R.: Varstu eitthvað búin að æfa þig í því í leikskólanum? Signý: Jamm. R.: Segðu mér aðeins frá því. Signý: Sko, hérna, að syngja með þegar átti að syngja með og vera dugleg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.