Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 106

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 106
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011106 „mín köllUn er að hJálpa og reyna að láta gott af mér leiða“ Markmið ungmennanna með þátttöku í sjálfboðaliðastarfi Markmið ungmennanna eru flokkuð sem samfélagslegur ávinningur og persónulegur ávinningur (sjá töflu). Samfélagslegur ávinningur. Meginþemað hér er virkur borgari og nefna ungmennin þætti sem falla þar undir eins og að hafa rödd í samfélaginu, hafa áhrif, sýna umbóta- vilja og kynna sér mál til að taka upplýsta ákvörðun. Hjá ungmennunum kemur fram skýr vitund um að borgararnir hafi samhliða rétt- indum sínum skyldur við aðra og mikilvægt sé að fólk sé virkt í samfélaginu. Ari segir það skyldu borgaranna að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Tinna er sama sinnis og finnst ábyrgð borgara vera „að hjálpa“ hver öðrum. Gunnar tekur undir ofangreind viðhorf og nefnir að með þátttöku í sjálfboðaliðastarfi geti borgararnir haft „heilmikil áhrif“ og telur það skyldu almennings sem hann nýti ekki nægilega. Hann segist líta á það sem: gjaldskrána fyrir að fá að taka þátt í … að vera á jörðinni … að taka þátt í einhverju svona sjálfboðaliðastarfi eða gera eitthvað sem maður getur gert til þess að gefa af sér og skila út í samfélagið. Hann bætir við: Við erum náttúrulega alltaf að reyna að opna huga fólks fyrir aukinni víðsýni og benda á þessi svona borgaralegu gildi … benda þeim á hvað við eigum að gera sem borgarar. Við eigum ekki bara að segja: ‚Mér er alveg sama.‘ Hluti af því að vera virkur þjóðfélagsþegn er að þeirra mati að kynna sér hlutina og taka upplýsta ákvörðun (Ari, Gunnar, Helga, Skúli). Helga leggur sem dæmi mikla áherslu á að fólk taki þátt og „sýni áhuga“ á að „kynna sér“ málefni samfélagsins, en telur skorta tækifæri fyrir ungt fólk til að hafa áhrif. Hún bætir við: Við hugsum of mikið um það að einkunnirnar séu góðar og fólk sé með mikið nám að baki en hugsum ekki jafnmikið um að eyða tíma í að kenna okkur að verða virkir þegnar í samfélagi. Ungmennin nefna sérstaklega það markmið með þátttöku sinni í sjálfboðaliðastarfi að sýna ábyrgð sem virkir borgarar og endurspeglast það í þátttöku þeirra. Þeim finnst mikilvægt að miðla þekkingu sinni og reynslu af sjálfboðaliðastarfi til annarra (Ari, Gunnar, Helga, Skúli). Ari hefur orðið: Ég var ekkert þannig séð að stefna á það að verða blaðamaður áður en ég fór til Palestínu. Mér fannst gaman að lesa og kynnast þessu og svona, en þegar maður fór út: ‚Vá ég þarf að segja frá þessu, dreifa boðskapnum.‘ Þetta er svona hvetjandi til að segja meira frá. Hann var á leið í gamla framhaldsskólann sinn með fyrirlestur um sjálfboðaliðastarf sitt „sem ég hefði aldrei gert hefði ég ekki farið út. Svona vefur þetta upp á sig eins og snjóbolti“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.