Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 96

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 96
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201196 „mín köllUn er að hJálpa og reyna að láta gott af mér leiða“ (Sherrod, Torney-Purta og Flanagan, 2010b). Enn aðrir telja að í vestrænum ríkjum hafi einstaklingshyggja orðið ríkjandi á kostnað samfélagshyggju (t.d. Arnett, 2007; Bos, Williamson, Sullivan, Gonzales og Avery, 2007; Damon, 2001). Undir merkjum frelsis hafi borið á tilhneigingu fólks til að huga frekar að rétti sínum til athafna en ábyrgð og skyldum við samborgarana; það líti frekar á sig sem einstakling en sem hluta af samfélagi þar sem samfélagsleg viðhorf og gildi eins og samstaða, samlíðan og samábyrgð eru í stafni. Ýmsir hafa því haft áhyggjur af lýðræðishugsjóninni og lífs- gildum fólks á Vesturlöndum og afleiðingunum fyrir lýðræðisþjóðfélög. Viðbrögð við þessum áhyggjum og áskorunum hafa ekki látið á sér standa. Sjá má vaxandi áhuga víða um heim á því að efla borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) barna og ungmenna, þ.e. hugmyndir þeirra um lýðræði, mannréttindi og færni í að taka þátt í lýðræðissamfélagi (t.d. Banks, 2009; Crick, 2005; Haste, 2001; Kerr, McCarthy og Smith, 2002; Yates og Youniss, 1999). Þessi áhersla birtist í stefnu- mótun í menntamálum, m.a. í menntastefnu Evrópuráðsins í upphafi nýrrar aldar, t.d. í verkefninu sem ber heitið Menntun í lýðræðislegri borgaravitund og mannrétt- indum (Evrópuráðið, 2011). Hún birtist einnig í stefnu Evrópusambandsins fyrir ungt fólk 2010–2018 (Evrópusambandið, 2009); þar er m.a. fjallað um mikilvægi sjálfboða- liðastarfs sem leiðar til persónuþroska, aukinnar þekkingar og færni, borgaravitundar og félagsauðs (7. gr.). Evrópuráðið ákvað jafnframt að árið 2011 yrði ár sjálfboðaliða- starfs í Evrópu til að leggja áherslu á að þátttaka í slíku starfi sé ein lykilleiða til að virkja borgara í lýðræðissamfélagi með gildi samstöðu og margbreytileika að leiðar- ljósi. Áhersla á að efla borgaravitund barna og ungmenna birtist einnig í lögum og námskrám ýmissa þjóða, m.a. hér á landi í endurskoðun grunnskólalaga (Lög um grunnskóla, nr. 91/2008) jafnt sem ýmsum þróunarverkefnum í skólum (sjá t.d. yfirlit Higgins-D‘Alessandro, 2010). Fræðimenn hafa látið til sín taka í rannsóknum á sviði borgaravitundar ungs fólks. Þeir hafa m.a. staðið að viðamiklum alþjóðarannsóknum eins og The IEA Civic Education Study árið 1999 (International Association for the Evaluation of Educational Achievement, 2011a) og The International Civic and Citizenship Education Study (ICCS) árið 2009 (International Association for the Evaluation of Educational Achievement, 2011b) bera vitni um. Megináhersla í rannsóknum á borgaravitund ungmenna hefur þó hingað til fremur verið á pólitíska þátttöku unga fólksins en samfélagslega þátt- töku eins og sjálfboðaliðastörf (Higgins-D‘Alessandro, 2010). Viðfangsefni þessarar rannsóknar beinist að síðarnefnda sviðinu. Meginmark- miðið er að öðlast dýpri skilning á sýn ungmenna á sjálfboðaliðastörf með því að leita eftir hugmyndum þeirra um og reynslu þeirra af samfélagslegri þátttöku sem felst í sjálfboðaliðastarfi. Í því skyni að lýsa sýn þeirra á sem heildstæðastan hátt er mark- miðið jafnframt að halda áfram að þróa greiningarlíkan um borgaravitund ungs fólks (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007, 2008) með því að yfirfæra það á sjálfboðaliðastarf. Samkvæmt því verður áhersla lögð á að greina áhuga ungmennanna á sjálfsboðaliða- störfum, markmið þeirra og gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.