Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 129

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 129
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 129 anna- l ind pétUrsdótt i r Til að meta áreiðanleika beinu athugananna voru gerðar áreiðanleikamælingar í 6,2% af 660 athugunum þar sem tveir teymismeðlimir skráðu hegðunina óháð hvor öðrum og könnuðu í kjölfarið samræmið á milli skráninganna. Áreiðanleikinn var reiknaður með því að deila fjölda tilvika þar sem athugendur voru sammála með heildarfjölda skráðra tilvika og margfalda með 100%. Samræmi milli athugenda reyndist frá 65% upp í 100%, að meðaltali 90,1%. Rannsóknarsnið Könnuð voru áhrif framkvæmdar virknimats og stuðningsáætlunar (frumbreytu) á truflandi hegðun (fylgibreytu 1), árásarhegðun (fylgibreytu 2) og virka þátttöku nem- enda með hegðunarerfiðleika í bekkjar- og deildarstarfi (fylgibreytu 3). Gögnum um fylgibreytur nemendanna (1–3) var safnað af teymum háskólanema a.m.k. þrisvar fyrir íhlutun (grunnlínumælingar, A) og eftir íhlutun (B), þannig að um AB-einstaklings- rannsóknarsnið var að ræða (Kennedy, 2004). Hvert teymi safnaði ýmist gögnum um truflandi hegðun eða árásarhegðun og/eða virka þátttöku. Gögnin úr grunnlínu- og íhlutunarmælingum hverrar annar voru síðan tekin saman og meðaltöl fyrir og eftir íhlutun borin saman fyrir nemendur á hverju skólastigi. Framkvæmd Gögnum var safnað vorin 2009, 2010 og 2011 í tengslum við valnámskeið um úrræði við hegðunar- og tilfinningalegum erfiðleikum barna innan framhaldsnáms í upp- eldis- og menntunarfræðum. Þegar háskólanemarnir hittust í upphafi námskeiðs (í „staðlotu“ eins og það er orðað á Menntavísindasviðinu) voru tveggja til fjögurra manna teymi sett saman þannig að a.m.k. einn teymismeðlimur hefði tengsl við skóla þar sem hægt væri að finna nemanda með langvarandi hegðunarerfiðleika til að vinna með í verkefninu. Í sumum tilvikum voru starfandi kennarar í teymunum sem óskuðu eftir að unnið væri með nemanda úr þeirra bekk. Eftir að leyfi foreldra var fengið unnu teymin verkefni með hliðsjón af skriflegum leiðbeiningum um virknimat og gerð stuðningsáætlunar í sex hlutum. Hverjum hluta verkefnisins var skilað í rafrænu formi til umsjónarkennara námskeiðsins sem gaf teymi skriflega viðgjöf áður en það vann næsta hluta. Hvert teymi framkvæmdi virknimat og stuðningsáætlun með ein- um nemanda á einu misseri, fyrir utan eitt teymi sem vann með tveimur nemendum. Fyrstu þrír hlutar verkefnisins fólu í sér lýsingu á styrkleikum nemanda, skilgrein- ingu á erfiðu hegðuninni, úrvinnslu fyrirliggjandi gagna, beinar athuganir í þeim aðstæðum þar sem erfiðrar hegðunar gætti helst og viðtöl við kennara og foreldra. Beðið var með viðtal við nemanda, þar sem hann var meðal annars upplýstur um að fylgst hefði verið með hegðun hans, þar til grunnlínumælingum var lokið til að lágmarka áhrif vitneskjunnar á niðurstöður skráninganna. Hvert teymi gerði endurteknar mæl- ingar á þeirri markhegðun sem það taldi helst þurfa að breytast hjá nemandanum og mat þróunina fyrir og eftir íhlutun. Vorið 2011 var teymunum einnig kennt og uppálagt að athuga áreiðanleika mælinga sinna með því að kanna samræmi á milli óháðra skráninga tveggja teymismeðlima, með það að markmiði að ná yfir 80% samræmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.