Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 73
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 73
Jóhanna einarsdóttir
sem minna mega sín verði ýtt enn lengra út á jaðarinn (Vandenbroeck og Bie, 2006;
Warming, 2005); og að áhersla á að hlusta á raddir barna og auka þátttöku þeirra
geti orðið til þess að ýta undir rétt einstaklingsins ofar rétti hópsins. Jafnframt hefur
verið bent á að börn hafa margar raddir sem eru ekki endilega samhljóma (Bühler-
Niederberger og Van Krieken, 2008). Aðrir hafa velt því upp hvort áhersla á sjónarmið
barna geti gengið of langt, þ.e. ef litið er á þeirra sjónarmið sem þau mikilvægustu,
æðri sjónarmiðum annarra, svo sem kennara og foreldra (MacNaughton, Hughes og
Smith, 2007; Mannion og I'Anson, 2004).
Einnig hefur verið gagnrýnt að oft hafi verið litið fram hjá því félagslega og menn-
ingarlega samhengi sem börn eru sprottin úr og viðhorf þeirra mótast af (Komulainen,
2007). Mannion (2007) telur t.d. nauðsynlegt að endurskoða hugmyndir um þátttöku
barna og beina í staðinn sjónum að samskiptum barna og fullorðinna. Mikilvægt sé
að hlusta á það sem börn hafa að segja en um leið að átta sig á að líf þeirra og við-
horf eru ekki einangruð heldur mótast þau í samskipum við lykilpersónur í lífi þeirra
og að samskipti barna og fullorðinna ráði miklu um það hvaða raddir heyrast, hvað
börnin geta talað um og hvaða áhrif þau hafa. Í sama streng taka Redding-Jones, Bae
og Winger (2008) og vekja athygli á að þegar hlustað er á sjónarmið barna þarf að hafa
í huga samskipti og valdaskipan fullorðinna og barna.
rannsóknir á viðhorfum barna til lEikskólans
Margvíslegar aðferðir hafa verið notaðar til að fá fram sjónarmið barna, t.d. viðtöl,
teikningar, ljósmyndir, hlutverkaleikur og athuganir (Dockett, 2008; Jóhanna Einars-
dóttir, 2007b). Rannsóknir með íslenskum leikskólabörnum sýna að góð samskipti við
önnur börn og leikur úti og inni eru börnum mikilvægust. Þau vilja geta valið um
viðfangsefni og vilja forðast verkefni sem krefjast þess að þau sitji kyrr og hafi hljóð
(Jóhanna Einarsdóttir, 2006c, 2008c). Þessar niðurstöður eru í samræmi við niður-
stöður Tauriainen (2000) í finnskum leikskólum sem sýna að börn telja mikilvægast að
geta leikið sér án afskipta fullorðinna. Mörg börn í þeirri rannsókn nefndu einnig að
þeim líkaði illa að sitja lengi og vildu fá að hreyfa sig. Börnin í rannsókn Sheridan og
Pramling Samuelsson (2001) í Svíþjóð nefndu einnig að það sem þau vildu helst gera í
leikskólanum væri að leika við önnur börn. Þrátt fyrir ólíkar áherslur í leikskólastarfi
í hinum norræna og hinum enskumælandi heimi sýna rannsóknir með börnum þar
einnig sambærilegar niðurstöður. Vinátta við önnur börn og að vera viðurkenndur í
barnahópnum er börnum mikilvægt. Leikur er undantekningarlaust vinsælasta við-
fangsefnið og frelsi til að velja sér verkefni er börnum mikilvægt (Clark og Moss, 2001;
Evans og Fuller, 1998; Page, 2008; Stephen og Brown, 2004; Wiltz og Klein, 2001).
Fremur fáar rannsóknir eru til þar sem hefur verið leitað eftir sjónarmiðum barna á
leikskólanum eftir að þau hafa lokið leikskóladvölinni. Nefna má að Strander (1997) tók
viðtöl við 16 og 17 ára unglinga og bað þá að rifja upp reynsluna úr leikskólanum. Ung-
lingarnir mundu best atburði sem tengdust jákvæðum eða neikvæðum tilfinningum.
Leikur, vinir og samskipti voru mikilvægust. Einnig minntust þeir starfsfólks sem var
skemmtilegt og bar virðingu fyrir börnunum og óskum þeirra. Torstenson-Ed (2007)