Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 99

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 99
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 99 ragný þóra gUðJohnsen og sigrún aðalbJarnardóttir Þá liggur fyrir rannsókn á ástæðum ísraelskra ungmenna (12–19 ára) og eldri hóps leiðbeinenda (19 ára og eldri) fyrir því að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi í miðstöðvum sem veittu ungmennum félagslegan stuðning, aðstoð og fræðslu (Haski-Leventhal, Ronel, York og Ben-David, 2008). Gögnum var safnað bæði með spurningalistum og viðtölum. Fram kom að yngri sjálfboðaliðarnir voru frekar sambandsmiðaðir (e. relationship- oriented) í þátttöku sinni, en þeir eldri fremur þjónustumiðaðir (e. service-oriented). Þannig reyndist myndun félagstengsla mikilvægust fyrir yngri hópinn og ungmennin hófu sjálfboðaliðastörf frekar með öðrum en að koma ein síns liðs. Jafnframt nefndu yngri sjálfboðaliðarnir oftar en þeir eldri það markmið að geta sett sig í spor ung- mennanna sem þeir hjálpuðu og töldu oftar að sjálfboðavinnan gæti hjálpað þeim í framtíðinni. Aðrar rannsóknir hafa bent til þess að þátttöku ungra sjálfboðaliða megi rekja bæði til persónulegra gilda þeirra eins og umhyggju fyrir velferð annarra og samfélagsins og til eiginhagsmuna eins og að auka færni á ákveðnu sviði (Eley, 2003) og hafa gaman af (Taylor og Pancer, 2007). Í nokkrum íslenskum rannsóknum (Sigrún Júlíusdóttir og Sigurveig H. Sigurðar- dóttir, 1997; Steinunn Hrafnsdóttir, 2005, 2007) hefur sjálfboðaliðastarf verið skoðað með spurningalistum. Algengasta skýring yngsta aldurshópsins, 18–24 ára, var vilji til að hjálpa öðrum. Unga fólkið nefndi einnig skýringar eins og að koma til móts við þörf fyrir slíkt starf í samfélaginu, eigin þörf fyrir félagsskap og ánægju af því að ljá krafta sína. Þá var yngsti aldurshópurinn ólíklegri en þeir sem eldri voru til að nefna „málstaðinn“ sem ástæðu þátttöku sinnar. Persónu- og þroskaþættir. Fræðimenn hafa skoðað þátttöku ungs fólks í sjálfboðaliða- starfi í tengslum við nokkra persónu- og þroskaþætti, einkum ungmenna í samfélags- þjónustunámi í skólastarfi. Ljóst er þó að matsrannsóknir á þessu sviði hafa ekki slitið barnsskónum (sjá Higgins-D‘Alessandro, 2010). Flestar rannsóknirnar sem gerðar hafa verið beinast að háskólanemum og þorri rannsóknanna felst í spurningalista- könnunum. Niðurstöður þeirra benda til þess að unga fólkinu finnist samkennd sín (Lundy, 2007) og sjálfstraust hafa aukist með slíkri sjálfboðaliðaþátttöku og nefnir það jafnframt mikilvægi þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins (Taylor og Pancer, 2007). Youniss og samstarfsfólk hans beina þó athyglinni að aldurshópnum 15–18 ára og hafa lagt mikið af mörkum til rannsókna á sjálfboðaliðstarfi þess hóps í tengslum við samfélagsþjónustunám í skólastarfi. Í rannsókn Youniss og Yates (1997) töldu ung- mennin þátttöku sína í samfélagsþjónustu hafa eflt pólitíska vitund sína, samkennd og ábyrgðarkennd gagnvart því að taka þátt í að bæta samfélag sitt. Þá benda rann- sóknir til þess að tækifæri unga fólksins til beinna samskipta við þann sem nýtur að- stoðar séu ein forsenda þess að þátttaka í sjálfboðaliðastörfum efli persónuþroska og borgaravitund sjálfboðaliða (sjá t.d. Shumer, 2005; Youniss og Yates, 1997). Lítið virðist um eigindlegar rannsóknir á sjálfboðaliðastarfi ungmenna þar sem tekin eru djúpviðtöl við þau um reynslu þeirra. Viðtalsrannsóknir á eldri aldurshópi, um og vel yfir tvítugt, benda til þess að unga fólkið telji þátttöku í samfélagsþjón- ustunámi í skólastarfi auka vitund sína um ójöfnuð og nokkur nefna sérstaklega að ábyrgðarkennd þeirra hafi þroskast og þá í tengslum við félagslegt réttlæti (Einfeld
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.