Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 61

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 61
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 61 hanna ragnarsdóttir Ungmennin sem stunda nám í framhaldsskólum hafa einkum myndað félagsleg tengsl við aðra innflytjendur. Þau segja erfitt að ná vinatengslum við íslenska jafn- aldra. Það sama á við um elstu ungmennin sem eru á vinnumarkaði og í háskóla. Þau segjast eiga samskipti við íslensk ungmenni í starfinu en ekki fyrir utan sinn vinnu- tíma. Ungmennin sem stunda nám í grunnskólum hafa aðra sögu að segja. Þau hafa verið í íslenskum grunnskóla frá upphafi og segjast eiga jafnt íslenska og erlenda vini. Erfiðleikar og velgengni í námi Ungmennin níu hafa stundað nám í alls fjórum grunnskólum og fjórum framhalds- skólum á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess stundar eitt þeirra nám í háskóla. Þau tala almennt um góða reynslu úr skólunum en sum taka fram að þau hafi verið einangruð, einkum í framhaldsskólunum, og hafi ekki fengið nægan stuðning. Ein stúlkan nefnir að þar sem hún hafði aðeins verið eitt ár í grunnskóla áður en framhaldsskólaganga hennar hófst hafi undirbúningur hennar þar ekki nægt til að geta stundað framhalds- skólanám. Þá hafi framhaldsskólinn ekki getað veitt henni þann stuðning sem hún þurfti. Hún hafi einangrast og liðið mjög illa. Þessi reynsla hefur markað þau spor í lífi hennar að hún segist hafa orðið algerlega afhuga námi og er nú fyrst, átta árum síðar, 24 ára gömul, farin að huga aftur að námi þó að hún segist enn vera svolítið hrædd við að fara aftur í skóla. Hún segir um reynslu sína í framhaldsskólanum: Mér fannst … þetta var bara of erfitt fyrir mig. Ég var eini útlendingurinn sem talaði ekki íslensku eða … mjög, mjög lítið. Allir hinir voru komnir miklu lengra en ég … Ég bara var týnd þarna. Þetta var alltof erfitt … Allir voru að tala ensku líka, ekki ég og ég skildi ekki neitt. Hún er ánægð með líf sitt og starf í dag og lýsir því með eftirfarandi hætti: Ég er ánægð í vinnunni … það er mikill plús … Í skólanum þá var ég alltaf ein, eng- inn sem vildi tala við mig og alltaf heima og alltaf … útundan. Í vinnunni þá er þetta ekki þannig … þá tölum við allir saman, ég er ekki feimin. Fyrir utan byrjunarörðugleika í skólunum sem mörg ungmennanna tala um nefnir aðeins einn piltanna að hann hafi orðið fyrir aðkasti í skólanum, sem beindist einkum að trúarbrögðum hans. Hann segir að tvö til þrjú undanfarin ár hafi verið sérstaklega erfið og hann hafi verið lagður í einelti af tilteknum hópi ungmenna án þess að brugðist hafi verið við því í skólanum. Hann segist að lokum hafa tekið málin í sínar hendur, ákveðið að hunsa þau ungmenni sem lögðu hann í einelti og látið sem ekkert væri. Frá þeim tíma segir hann að námið hafi líka farið að ganga sérstaklega vel, enda hafi hann fengið aðra kennara: Þá breyttist allt … þá fékk ég aðra kennara og … þeir voru svo sterkir, þeir hjálpuðu mér og … ég er einn af þeim bestu núna. Ungmennin segja að sú íslenska sem þau kunna nú sé í raun afrakstur ára þeirra í grunnskólunum. Þar hafi ágætur grunnur verið lagður en þau taka einnig fram að lítið hafi bæst við síðan. Þau sem sækja framhaldsskóla segjast fá þar stuðning, sem þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.