Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 64
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201164
líf og störf Ungra innflytJenda
hópnum segja að finni þau ekki slíkan maka á Íslandi muni þau leita aðstoðar foreldra
sinna til að finna maka í upprunalandi sínu:
Ef ég á kærasta ef ég elska hann og giftist honum … það er í lagi fyrir fjölskylduna. Ef
hann er kristinn … múslimi má giftast kristnum. En ef hann er trúlaus frá byrjun …
gengur það ekki … En ef ég er ekki með neinn þá bara finna þau fyrir mig [maka] og
spyrja mig, … hvort mér líki hann eða ekki … og ég segi já eða nei.
Hún bætir við: „Við förum ekki hundrað prósent eftir trúnni, en við reynum alla vega
og það skiptir okkur máli.“
Í stórum dráttum eru ungmennin afskaplega ánægð með líf sitt á Íslandi þó að
skólagangan hafi reynst þeim erfið í upphafi. Þau eru sátt við stöðu sína og hafa öll
gert áætlanir um framtíðina.
umræður og niðurlag
Niðurstöður viðtalanna við börnin og ungmennin níu benda til þess að þau hafi náð
góðri fótfestu í íslensku samfélagi þó að nokkur þeirra telji sig ekki hafa náð nægilega
góðum tökum á íslensku. Þau virðast ánægð með líf sitt og líta tilveruna og framtíðina
björtum augum þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í fortíð og nútíð. Flest þeirra ætla sér að setjast
að á Íslandi en sum hafa auk þess áhuga á að ferðast og skoða sig um í heiminum
þegar tækifæri gefast. öll börnin og ungmennin hafa áhuga á frekari menntun, þó
sum þeirra, einkum þau yngstu í hópnum, séu óviss um það hvers konar menntun og
starfsvettvang þau muni kjósa sér. Eins og ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós (Suárez-
Orozco og Suárez-Orozco, 2001) líta börnin og ungmennin á sig bæði sem Íslendinga
og útlendinga, og vísa þá til upprunalands síns auk búsetu á Íslandi. Sum eiga þó
erfitt með að skilgreina sig, vilja síður tengja sig við tiltekið þjóðerni og telja sig frekar
heimsborgara (Hansen, 2010; Singh og Doherty, 2008; Vertovec, 2009). Flutningur til
nýs lands á unga aldri, skólaganga og starf í nýja landinu hefur greinilega markað
djúp spor í reynsluheim þeirra. Þau fjalla flest um þessa djúpstæðu reynslu með þeim
hætti að ljóst er að hún hefur fært þeim víðsýni og þroska, en um leið æðruleysi.
Líklegt er að reynslan skapi þeim vissa sérstöðu í hópi jafnaldra sinna eins og ýmsar
rannsóknir hafa bent til (Hanna Ragnarsdóttir, 2008; Hernandez, 2004; Rumbaut og
Portes, 2001; Suárez-Orozco og Suárez-Orozco, 2001).
Í rannsókninni kemur fram að sum ungmennin hafa náð það góðum tökum á mark-
málinu, íslensku, að þau standa jafnfætis íslenskum jafnöldrum sínum. Velgengni
þeirra í námi staðfestir það. Þetta á einkum við um þau yngri í hópnum, sem hafa
verið í íslenskum grunnskóla frá upphafi og eru nú á unglingastigi. Samkvæmt lýs-
ingum þeirra hafa þau náð akademískri málfærni (Cummins, 2005) í íslensku. Þessi
niðurstaða kemur heim og saman við rannsóknir á máltöku annars máls þar sem fram
kemur að það taki allt að því fjögur til sjö ár, jafnvel tíu ár, að ná akademískri færni
í öðru máli (Hakuta, Butler og Witt, 2000). Eldri ungmennin hafa átt erfiðara með
íslenskuna og þurfa enn stuðning við hana í námi sínu. Foreldrar ungmennanna hafa
fremur lítið getað stutt þau í íslenskunáminu þar sem fæstir þeirra hafa betri íslensku-