Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 35

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 35
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 35 hrafnhildUr V. k Jartansdóttir, kristJana stella blöndal og sif einarsdóttir sinni (e. student attrition model) leggur Bean áherslu á félagslega stöðu nemandans, fjölskylduna og aðstæður á vinnumarkaði (Bean 1980, 1982; Cabrera, Nora og Castañeda, 1993). Rannsóknum ber saman um að háskólanemar sem eiga háskóla- menntaða foreldra hverfa síður frá námi en aðrir (sjá t.d. Ishitani, 2003; Ozga og Sukhnandan, 1998; Stratton, O´Toole og Wetzel, 2007, 2008). Jafnframt hefur komið fram að hvatning og stuðningur frá fjölskyldu ýtir undir þrautseigju í námi, bæði á framhalds- og háskólastigi, og dregur úr líkum á brotthvarfi (Eggens, van der Werf og Bosker, 2008; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Stella Blöndal, 2005; Smith og Naylor, 2001; Stratton o.fl., 2007). Áhrif foreldra minnka þó eftir því sem háskólanem- endur eru eldri (Ingi Rúnar Eðvarðsson og Guðmundur Kristján Óskarsson, 2010). Vinna samhliða háskólanámi eykur aftur á móti líkur á því að nemendur hætti námi (sjá t.d. Montmarquette, Viennot-Briot og Dagenais, 2007; Smith og Naylor, 2001; Stratton o.fl., 2007, 2008). Bean telur háskólanema ávallt vega og meta hvort þeir hafi meiri ávinning af því að vera í námi en að sinna öðrum hlutverkum í lífinu, svo sem á vinnumarkaði (Bean, 1980, 1982, 1983). Samkvæmt lífsskeiðakenningunni (e. life-span theory) þróast náms- og starfsferill einstaklings smám saman út frá sjálfsvitund hans og þeim meginhlut- verkum sem hann sinnir á lífsleiðinni sem námsmaður, starfsmaður, fjölskyldumeð- limur og borgari (Savickas, 2005; Swanson og Gore, 2000). Nemandi í háskóla sinnir, eða stefnir á að sinna, mörgum þessara hlutverka. Á Íslandi hefur fólk háskólanám um og yfir tvítugt og því er ekki óalgengt að nemendur hafi stofnað fjölskyldur og þurfi að sjá fyrir sér samhliða námi. Fjölskylduábyrgð og vinna með námi dregur úr tækifærum nemenda til virkrar þátttöku í félagslífi skólans, ýtir undir togstreitu á milli hlutverka og getur gert aðlögun þeirra að háskólasamfélaginu erfiða (Cabrera o.fl., 1993; Sandler, 2000; Tinto, 1993). Óhjákvæmilegt er að líta til þess að kenningar Tintos og Beans eru settar fram fyrir um þremur áratugum í Bandaríkjunum. Velta má fyrir sér hversu vel þær eigi við nú á tímum og við íslenskar aðstæður. Á þessum tíma var hlutfall háskólamenntaðra lægra en nú tíðkast og minna um að fólk stundaði háskólanám sem hlutanám samhliða starfi (sjá t.d. Cabrera o.fl., 1993; Herzog, 2005; Sandler, 2000). Engu að síður virðast rann- sóknir síðustu áratuga styðja þær í meginatriðum (Cabrera o.fl., 1993; Hovdhaugen, 2009; McKenzie og Schweitzer, 2001; Sandler, 2000; Smith og Naylor, 2001) og ekki hafa verið settar fram nýrri heildstæðar kenningar um brotthvarf úr háskólanámi (sjá t.d. Herzog, 2005; Mannan, 2007). Rannsóknum ber saman um að brotthvarf úr námi sé flókið ferli þar sem spila saman bakgrunnur einstaklingsins, stuðningur fjölskyldu, fyrri frammistaða í námi, aðlögun hans að viðkomandi skólastofnun og þær aðstæður sem hann býr við í daglegu lífi (sjá t.d. Eggens o.fl., 2008; Johnson, 2006; Ozga og Sukhnandan, 1998; Stratton o.fl., 2007; Tinto, 1993). Í nýlegri íslenskri rannsókn eru helstu ástæður brotthvarfs háskólanema að mestu leyti sambærilegar við niðurstöður erlendra rannsókna og tengjast einkum ástandi á vinnumarkaði, markmiðssetningu í tengslum við nám og erfiðleikum við að sam- ræma nám starfi og öðrum hlutverkum í lífinu (Háskóli Íslands, 2008; Heiður Hrund Jónsdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008). Flestar rannsóknir hafa beinst að snemmbúnu brotthvarfi. Þessi rannsókn beinist hins vegar að því að kanna hvaða þættir skipti mestu máli í aðdraganda að brotthvarfi þeirra sem hætta seint á námsferlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.