Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 75
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 75
Jóhanna einarsdóttir
rannsóknarspurningar
Í þessari rannsókn er leitast við að bæta við fyrri þekkingu á viðhorfum barna til leik-
skólans með því að biðja börn í fyrsta bekk grunnskólans að líta til baka og rifja upp
leikskóladvölina. Í fyrri rannsóknum hafa sjónarmið leikskólabarna meðan þau eru
enn í leikskólanum verið könnuð eða leitað eftir áliti eldri barna á skólagöngunni. Í
þessari rannsókn höfðu börnin nýlega lokið leikskóladvölinni og byrjað í grunnskóla.
Raddir og sjónarmið barna mótast af þeim viðhorfum sem þau upplifa í félagslegu
umhverfi sínu. Þess vegna var önnur vídd einnig tekin inn í rannsóknina, þ.e. við-
brögð leikskólakennaranna við því hvernig börnin minntust og endursköpuðu leik-
skóladvölina. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru hafðar að leiðarljósi:
• Hvað er börnunum minnisstæðast úr leikskólanum?
• Hvað finnst börnunum að þau hafi lært í leikskólanum sem nýtist þeim
í grunnskólanum?
• Hver eru viðbrögð leikskólakennaranna við minningum og reynslu barnanna?
aðfErð
Fjörutíu börn í fyrsta bekk í tveimur grunnskólum í Reykjavík tóku þátt í rann-
sókninni. Þau höfðu öll sótt sömu tvo leikskólana árið áður. Gögnum var safnað í
febrúar og mars fyrsta árið þeirra í grunnskóla. Þrír af fyrrverandi leikskólakennurum
barnanna voru meðrannsakendur og tóku viðtöl við börnin. Þeir voru einnig þátt-
takendur í rannsókninni því tekin voru viðtöl við þá um upplifun þeirra af því sem
börnin minntust frá leikskóladvölinni.
Eftir að leyfi höfðu fengist frá sveitarfélaginu, skólastjórum, kennurum barnanna
og foreldum þeirra heimsóttu leikskólakennararnir grunnskólana og óskuðu eftir því
við börnin að þau tækju þátt í rannsókninni. Í rannsóknum með börnum er mikil-
vægt að nota aðferðir, sem börn skilja, til að útskýra fyrir þeim um hvað rannsóknin
er og hvað farið er fram á við þau (Dockett o.fl., 2009; Harcourt og Conroy, 2005;
Jóhanna Einarsdóttir, 2007b). Leikskólakennararnir, sem tóku viðtölin, fóru í gegnum
upplýsingabækling sem útbúinn hafði verið til að skýra rannsóknina fyrir börnunum
og upplýsa þau um að þau réðu því hvort þau tækju þátt í rannsókninni og gætu
hætt við þegar þau vildu. öll börnin samþykktu að taka þátt og skrifuðu nafnið sitt á
bæklinginn til samþykktar. Einnig er mikilvægt að hafa í huga við rannsóknir unnar
með börnum að velja aðferðir sem henta börnum með mismunandi áhuga og hæfni
(Dockett o.fl., 2009; Eder og Fingerson, 2002; Jóhanna Einarsdóttir, 2007b). Í þessari
rannsókn voru tekin viðtöl við börnin í litlum hópum og þau teiknuðu jafnframt
myndir sem voru notaðar sem gögn.
Viðtöl
Viðtölin voru tekin við börnin tvö eða þrjú saman. Börn á þessum aldri eru vön að
ræða saman í hópum í leikskólum og grunnskólum þannig að þau þekkja þessar