Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 25

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 25
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 25 gUðbJörg pálsdóttir og ólöf bJörg steinþórsdóttir miklu máli. Í hugmyndum um farsælt stærðfræðinám (Van de Walle, 2001) er mikil áhersla lögð á að nemendur byggi upp þekkingu sína þannig að þeir byggi nýja þekk- ingu ofan á fyrri þekkingu og tengi saman. Það er talin forsenda þess að nemendur geti beitt þekkingu sinni og yfirfært hana á önnur svið. Út frá því má álykta að óskir stúlknanna séu skynsamlegar og eðlilegt að þær hverfi frá stærðfræðinámi ef ekki er í boði að öðlast raunsanna þekkingu. Í meginþemanu kynjamyndir kemur skýrt fram að viðmælendur álitu að þeir gætu lært þá stærðfræði sem þeir vildu. Viðmælendur áttu það sameiginlegt að hafa gengið vel í stærðfræði í grunnskóla. Fram kom líka að viðmælendur okkar töldu að fáar stúlkur í framhaldsskóla veldu sér viðbótarstærðfræði en tækju þá stærðfræði sem þær teldu sig þurfa til að geta haft sem fjölbreyttasta möguleika á framhaldsnámi. Drengirnir virðast frekar velja stærðfræðitengdar brautir í framhaldsskóla því þótt þeir séu færri en stúlkur í námi til stúdentsprófs eru þeir álíka margir og þær á slíkum brautum (Hagstofa Íslands, 2011). Viðmælendur gáfu þá skýringu að stúlkur vilji skoða ýmsa nýja möguleika í valáföngum og séu leitandi í framhaldsskóla um hvað þær vilji læra meira eða gera við líf sitt. Drengirnir eru frekar taldir vera vissir um að stærðfræðiáfangar henti en séu þó ekki svo mikið að velta fyrir sér framtíðinni. Jafningahópurinn hefur lengi verið talinn áhrifamikill í mótun hugmynda einstak- lingsins um sjálfan sig og hegðun hans. Í viðtölum okkar kom mjög skýrt fram að viðmælendur höfðu sterka ímynd af því hvernig stúlkur og drengir væru sem náms- menn. Hin hefðbundna staðalímynd af hinni iðnu og skipulögðu stúlku og drengnum sem ekki lítur í bók var skýrt dregin fram þótt allir virtust að einhverju leyti gera sér grein fyrir að þessi mynd væri ekki sönn. Hún litaði þó sterkt alla umræðu og var notuð sem skýring á góðum árangri stúlkna. Einnig komu fram þau viðhorf að til þess að stúlkur gætu náð settu marki þyrftu þær að vinna vel en að drengir hefðu oft góða greind og þyrftu þess vegna síður að læra til að ná tilskildum árangri. Svipuð viðhorf koma fram í rannsókn Berglindar Rósar Magnúsdóttur (2003). Í ýmsum erlendum rannsóknum (sjá t.d. Bjerrum Nielsen, 2004; Walkerdine, 1989) og í rannsókn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur á framhaldsskólanemum (1994) kemur fram að hugmyndin um hinn greinda, hlutlæga, rökhugsandi karl og hina órökvísu konu lifir ennþá í vestrænum samfélögum. Unglingar tilheyra oft ákveðnum klíkum sem sýna hegðunarmynstur byggð á þessum hugmyndum. Gjarnan eru ákveðin kynhlut- verk í hópunum og oft eru unglingahópar kynskiptir. Í almennri umræðu viðmælenda okkar um kynjamun kom skýrt fram stöðluð kynímynd. Jafnvel þó að viðmælendur teldu ekki að þessi mynd ætti við sig eða vini sína álitu þeir hana vera viðmið sem þeir væru að hverfa frá, oft með stuðningi jafningahóps. Hin staðlaða kynímynd hefur því væntanlega ennþá töluverð áhrif á viðhorf og hugmyndir ungs fólks. Viðmælendur töldu foreldra og forráðamenn einnig vera áhrifaaðila. Þeir draga fram mikilvægi þess að fá stuðning og hvatningu frá þeim til þess að standast kröfur skólans. Í greininni Noisy girls ræðir Bjerrum Nielsen (2004) um þróun sjálfsmyndar norrænna kvenna. Hún rekur í greininni þróun þess hvernig ungar konur hafa litið á möguleika sína og tekur dæmi af þremur kynslóðum kvenna á 20. öldinni. Þar kemur greinilega fram að konur af yngstu kynslóðinni telja að foreldrar þeirra styðji þær í að framkvæma eigin hugmyndir en geri jafnframt kröfur um að þær hafi markmið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.