Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 58

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 58
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201158 líf og störf Ungra innflytJenda og reynslunni af flutningum milli landa. Hildur telur þessa þætti vera t.d. jákvæðni, samskiptahæfni, víðsýni og umburðarlyndi og koma þeir heim og saman við áherslur Vertovec (2009) á þverþjóðlega hæfni sem áður er getið. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi er mikilvægur félagslegur þáttur í aðlögun að skólum og samfélagi. Í niðurstöðum viðtalarannsóknar Sólveigar H. Georgsdóttur og Hallfríðar Þórarinsdóttur (2008) á þátttöku innflytjendabarna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Breiðholti kemur fram að aðeins fá af börnunum sem talað var við stunduðu íþróttir með íþróttafélagi. Ástæður voru margvíslegar, m.a. voru börn sem nýkomin voru til landsins feimin og veigruðu sér við að hefja íþróttastarf með ókunnugum. Í sumum tilvikum skorti foreldra upplýsingar um íþróttastarf. Í öðrum tilvikum var ekki hefð fyrir almenningsíþróttum í upprunalandinu og frístundum frekar eytt á heimilinu. Niðurstöður spurningakannana meðal grunnskólanema veita mikilvægar upplýs- ingar um stöðu margra innflytjendabarna í íslenskum skólum og samanburð á stöðu þeirra og íslenskra jafnaldra. Rannsókn Þórodds Bjarnasonar (2006) á líðan barna í grunnskólum leiddi m.a. í ljós að börnum sem eiga báða foreldra erlenda líður verr í skóla og þau eru líklegri til að hafa orðið fyrir einelti en börn sem eiga báða for- eldra íslenska. Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir á stöðu ungra innflytjenda gefa á sama hátt mikilvægar vísbendingar um stöðu mála í skólakerfinu. Í niðurstöðum PISA (Programme for International Student Assessment) á Íslandi 2006 og 2009, þar sem metin er færni í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði og birtar eru í tveimur skýrslum Námsmatsstofnunar, kemur fram munur á frammistöðu innflytjendabarna og innfæddra í grunnskólum á Íslandi (Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson og Júlíus K. Björnsson, 2007; Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson, Óskar H. Níels- son og Júlíus K. Björnsson, 2010). Fram kemur mikill munur á færni í öllum grein- unum milli innflytjenda og innfæddra, mun minni þó í stærðfræði en í lesskilningi og náttúrufræði. Velta má fyrir sér hverjar ástæðurnar séu en í skýrslunum kemur fram að í mörgum þátttökulöndum PISA hafi niðurstöður sýnt mun á frammistöðu inn- flytjenda og innfæddra. Bæði íslenskar og erlendar rannsóknir gefa til kynna að aðlögun barna og ung- menna að nýju samfélagi sé flókið og margþætt fyrirbæri. Vafasamt er að alhæfa um aðlögun tiltekinna hópa eða nefna einhverjar kjöraðstæður til aðlögunar. Þó er ljóst að grundvallarþekking á málefnum innflytjendabarna í skólum og virk samskipti skóla og heimila eru mikilvæg ef aðlögun barnanna á að ganga vel. Einnig er ljóst að stuðn- ingur við íslenskunám er nauðsynlegur á öllum skólastigum og að tryggja þarf virka þátttöku innflytjendabarna í skólastarfi og samskipti þeirra við íslenska jafnaldra. Niðurstöður ofangreindra rannsókna ber flestar að sama brunni. Ungir innflytj- endur virðast eiga erfitt uppdráttar í íslenskum skólum, þó einhverjar undantekn- ingar séu þar á. Í niðurstöðum fyrri rannsóknar höfundar með sömu börnum og fjöl- skyldum þeirra kom m.a. fram að í skólunum skorti þekkingu og skipulag til að koma til móts við börnin og styðja þau til náms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.