Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 58
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201158
líf og störf Ungra innflytJenda
og reynslunni af flutningum milli landa. Hildur telur þessa þætti vera t.d. jákvæðni,
samskiptahæfni, víðsýni og umburðarlyndi og koma þeir heim og saman við áherslur
Vertovec (2009) á þverþjóðlega hæfni sem áður er getið.
Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi er mikilvægur félagslegur þáttur í aðlögun
að skólum og samfélagi. Í niðurstöðum viðtalarannsóknar Sólveigar H. Georgsdóttur
og Hallfríðar Þórarinsdóttur (2008) á þátttöku innflytjendabarna í skipulögðu íþrótta-
og tómstundastarfi í Breiðholti kemur fram að aðeins fá af börnunum sem talað var
við stunduðu íþróttir með íþróttafélagi. Ástæður voru margvíslegar, m.a. voru börn
sem nýkomin voru til landsins feimin og veigruðu sér við að hefja íþróttastarf með
ókunnugum. Í sumum tilvikum skorti foreldra upplýsingar um íþróttastarf. Í öðrum
tilvikum var ekki hefð fyrir almenningsíþróttum í upprunalandinu og frístundum
frekar eytt á heimilinu.
Niðurstöður spurningakannana meðal grunnskólanema veita mikilvægar upplýs-
ingar um stöðu margra innflytjendabarna í íslenskum skólum og samanburð á stöðu
þeirra og íslenskra jafnaldra. Rannsókn Þórodds Bjarnasonar (2006) á líðan barna í
grunnskólum leiddi m.a. í ljós að börnum sem eiga báða foreldra erlenda líður verr
í skóla og þau eru líklegri til að hafa orðið fyrir einelti en börn sem eiga báða for-
eldra íslenska. Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir á stöðu ungra innflytjenda gefa
á sama hátt mikilvægar vísbendingar um stöðu mála í skólakerfinu. Í niðurstöðum
PISA (Programme for International Student Assessment) á Íslandi 2006 og 2009, þar
sem metin er færni í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði og birtar eru í tveimur
skýrslum Námsmatsstofnunar, kemur fram munur á frammistöðu innflytjendabarna
og innfæddra í grunnskólum á Íslandi (Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson og
Júlíus K. Björnsson, 2007; Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson, Óskar H. Níels-
son og Júlíus K. Björnsson, 2010). Fram kemur mikill munur á færni í öllum grein-
unum milli innflytjenda og innfæddra, mun minni þó í stærðfræði en í lesskilningi og
náttúrufræði. Velta má fyrir sér hverjar ástæðurnar séu en í skýrslunum kemur fram
að í mörgum þátttökulöndum PISA hafi niðurstöður sýnt mun á frammistöðu inn-
flytjenda og innfæddra.
Bæði íslenskar og erlendar rannsóknir gefa til kynna að aðlögun barna og ung-
menna að nýju samfélagi sé flókið og margþætt fyrirbæri. Vafasamt er að alhæfa um
aðlögun tiltekinna hópa eða nefna einhverjar kjöraðstæður til aðlögunar. Þó er ljóst að
grundvallarþekking á málefnum innflytjendabarna í skólum og virk samskipti skóla
og heimila eru mikilvæg ef aðlögun barnanna á að ganga vel. Einnig er ljóst að stuðn-
ingur við íslenskunám er nauðsynlegur á öllum skólastigum og að tryggja þarf virka
þátttöku innflytjendabarna í skólastarfi og samskipti þeirra við íslenska jafnaldra.
Niðurstöður ofangreindra rannsókna ber flestar að sama brunni. Ungir innflytj-
endur virðast eiga erfitt uppdráttar í íslenskum skólum, þó einhverjar undantekn-
ingar séu þar á. Í niðurstöðum fyrri rannsóknar höfundar með sömu börnum og fjöl-
skyldum þeirra kom m.a. fram að í skólunum skorti þekkingu og skipulag til að koma
til móts við börnin og styðja þau til náms.